Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #325

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 11. júlí 2018 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu
  • Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Ásgeir Sveinsson boðaði forföll, Gísli Ægir Ágústsson sat fundinn í hans stað.

Fundargerð

1.

Fundargerð 838. fundar bæjarráðs tekin til afgreiðslu.
Til máls tóku, forseti, MJ

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

2. Breyting á samþykktum Vesturbyggðar

Eftirfarandi breyting á samþykktum um stjórn Vesturbyggðar lögð fram til annarar umræðu.
Til máls tóku, Forseti

47. gr, B hluti, 3. liður var:
Atvinnu- og menningarráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið fer með atvinnu- og
markaðsmál í sveitarfélaginu, það fjallar m.a. um ferðamál, landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál,
ásamt málum tengdum öðrum atvinnugreinum. Ráðið fer með landbúnaðarmálefni sbr. lög
um búfjárhald nr. 38/2013 og lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
nr. 64/1994. Ráðið fjallar um menningarmál og bókasafnsmál skv. 8. gr. bókasafnalaga
nr. 150/2012 og vinnur að safnamálum almennt í bæjarfélaginu samkvæmt safnalögum nr.
141/2011. Fulltrúar í ráðinu tilnefni fulltrúa í rekstrarnefndir félagsheimilanna; Félagsheimilisins
á Patreksfirði, Baldurshaga á Bíldudal og Birkimels á Barðaströnd. Rekstrarnefndirnar fara
með rekstur félagsheimilanna samkvæmt lögum um félagsheimili nr. 107/1970. Ráðið fer með
önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem því er sett.

Verður eftir breytingu:
Menningar- og ferðamálaráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið fjallar um ferðamál, menningarmál og bókasafnsmál skv. 8. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012 og vinnur að safnamálum almennt í bæjarfélaginu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Fulltrúar í ráðinu tilnefni fulltrúa í rekstrarnefndir félagsheimilanna; Félagsheimilisins á Patreksfirði, Baldurshaga á Bíldudal og Birkimels á Barðaströnd. Rekstrarnefndirnar fara með rekstur félagsheimilanna samkvæmt lögum um félagsheimili nr. 107/1970. Ráðið fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem því er sett.

47. gr B hluti, 7. liður var:
Hafnarstjórn. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. lögum um hafnamál nr. 61/2003.

Verður eftir breytingu:
Hafna- og atvinnumálaráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið fer með atvinnumál í sveitarfélaginu, það fjallar m.a. um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál, ásamt málum tengdum öðrum atvinnugreinum. Ráðið fer með landbúnaðarmálefni sbr. lög um búfjárhald nr. 38/2013 og lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994. Ráðið gegnir hlutverki hafnarstjórnar skv. hafnalögum nr. 61/2003.

47. gr, C hluti, 6. liður var:
Þjónustuhópur aldraðra. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með málefni aldraðra
samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.

Verður eftir breytingu:
Öldrunarmálaráð. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með málefni aldraðra samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Vesturbyggð - lögreglusamþykkt.

Lögð fram lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum til annarar umræðu. Samþykktin er sett fram með vísan í lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 og 1.gr laga nr. 36/1988.
Til máls tók: Forseti.
Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ráðning bæjarstjóra

Til máls tók, Forseti.
Auglýst var eftir bæjarstjóra og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí sl.

Eftirfarandi umsækjendur sóttu um stöðuna

Árni Helgason - Löggiltur fasteignasali
Bragi Þór Thoroddsen - Lögfræðingur
Jóhann Magnússon - Framkvæmdastjóri
Linda Björk Hávarðardóttir - Verkefnastjóri
Mahmood Yama Namjo - Professor assistant
Rebekka Hilmarsdóttir - Lögfræðingur/Staðgengill skrifstofustjóra
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir - Stuðningsfulltrúi
Sigurður Torfi Sigurðsson - Framkvæmdastjóri / sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson - Framkvæmdastjóri

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sumarfrí bæjarstjórnar 2018

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Í samræmi við 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar frá 12. júlí til og með 18. september n.k. og veitir bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á þessu tímabili."
Til máls tók: Forseti.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:53