Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #329

Fundur haldinn í Félagsheimilið Baldurshagi á Bíldudal, 12. desember 2018 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir ritari

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 329. fundar miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 18:00 í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal. Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti lagði fram tillögu um að byrjað yrði á síðasta dagskrárliðnum, sem er kynning á skýrslu Eflu um innviðauppbyggingu í Vesturbyggð.
Það var samþykkt samhjóða.

Fundargerðir til staðfestingar

1. Bæjarráð - 857

Fundargerðin er í 16 töluliðum.
Til máls tók: Forseti

Liður 10, málsnr.1801001. Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs Vesturbyggðar þar sem Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 160484-3309 og Gerði Björk Sveinsdóttur starfandi skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210177-4699 er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf., sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast áður heimiluðum lántökum.
Jafnframt fellur áður útgefið umboð Ásthildar Sturludóttur kt. 100674-3199 og Þóris Sveinssonar kt. 210253-2899 niður.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Bæjarráð - 858

Forseti leggur til að umræður um fundargerðir bæjarráðs, dagskrárliðir 2 - 3 um fjárhagsáætlun fari fram undir lið 7 málsnr. 1808009 - Fjárhagsáætlun 2019.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin er í 1 tölulið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Bæjarráð - 859

Fundargerðin er í 1 tölulið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skipulags og umhverfisráð - 54

Fundargerðin er í 9 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, FM, ÁS, ÞSÓ og MÓÓ.

Liður 1, málsnr. 1811048. Araklettur bílastæði - Uppástungur um úrbætur bílastæðamála við leikskólann. Bókun skipulags og umhverfisráðs vísað aftur til bæjarráðs.

Liður 4, málsnr.1812018. Erindi frá Gunnari F. Sverrissyni f.h. Landsbankans hf. Í erindinu er sótt um lóðarleigusamning fyrir Lönguhlíð 12 á Bíldudal. Erindinu fylgir lóðaruppdráttur.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 5, málsnr.1612015. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýra tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 8. október til 19. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á auglýstum gögnum. Opið hús var haldið fimmtudaginn 4. október sl.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Liður 6, málsnr. 1812022. Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er sótt um heimild til útgáfu lóðarleigusamninga fyrir Aðalstræti 110 og 112 á Patreksfirði. Erindinu fylgja lóðarblöð sem sýna nýja afmörkun lóðanna.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 7, málsnr. 1804033. Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Klif-snjóflóðavarnargarðar. Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. október til 5. nóvember. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Liður 8, málsnr. 1804032. Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Deiliskipulagsbreyting, skipulagsmörk. Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. október til 5. nóvember. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Liður 9, málsnr. 1806001. Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Langholts-Krossholts, lóðarstækkun. Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 5. september til 26. september. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 53

Fundargerðin er í 5 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og FM.

Liður 1, málsnr.1803009. Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar sem fram kemur:

"Fulltrúar Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps eru sammála um nauðsyn þess að flýta endurnýjun vegarins um Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem kostur er. Brýn þörf er orðin á endurnýjun vegarins vegna aldurs hans og ástands sem samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til vega í dag. Miklidalur er fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða og nauðsynlegt að tryggja öruggar samgöngur á þessari leið sem kostur er vegna mikilvægis hennar sem tenging milli þéttbýlisstaða á sunnanverðum Vestfjörðum.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að bæta vegasamgöngur við sunnanverða Vestfirði sem allra fyrst. Sú staða sem komin er upp vegna þess að Reykhólahreppur hefur dregið að taka ákvörðun um veglínu nýlagningar á Vestfjarðavegi 60 setur allar áætlanir um uppbyggingu vegarins og fjármögnun þessara framkvæmda í uppnám. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps harmar það rof á áratuga samstöðu þessara þriggja sveitarfélaga um vegabætur á Vestfjarðavegi 60, sem virðist vera orðið með drætti á ákvörðun Reykhólahrepps og hvetur sveitarstjórn Reykhólahrepps til þess að standa við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar þannig að framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst. Samgöngur við sunnanverða Vestfirði samkvæmt Þ-H leiðinni, eru gríðarlega mikilvægar og brýnt að þar takist vel til með veghönnun og lagningu með framtíðarnotkun vegarins í huga, öllum íbúum sunnanverðra Vestfjarða til hagsbóta."

Í ljósi tíðinda dagsins og niðurstöðu „valkostagreiningar“ Reykhólahrepps vill Bæjarstjórn Vesturbyggðar bæta við eftirfarandi:
Hver er réttur samfélagsins á sunnanverðum Vestfjörðum þegar kemur að skoðun á samfélagslegum áhrifum í valkostagreiningunni? Er kostnaður af frestun framkvæmda og áhrif þess á samfélagið á Vestfjörðum einn matsþátta, eða er enn og aftur réttur okkar fyrir borð borinn þegar kemur að þessum mikilvægu samgöngubótum?

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Velferðarráð - 22

Fundargerðin er í 5 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti,
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

7. Fjárhagsáætlun 2019.

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2019, 4ra ára áætlun 2019-2022, álagningu skatta og álagningarstuðla, þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2019 til ellilífeyrisþega og öryrkja, styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds og greiðslur fyrir nefndarstörf 2019.
Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildartekjur lækka um 1,5 millj.kr. og heildarútgjöld lækka um 1 millj.kr.

Gjaldastuðlar á árinu 2019 eru eftirfarandi:

Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,450%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,400%
Lóðaleiga 3,750%

Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 96,4 millj.kr., fjármagnsliðir eru tæpar 95 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um tæpar 1,5 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 124,4 millj.kr. Fjárfestingar eru 149 millj.kr., afborganir langtímalána 174 millj.kr. og lántökur 170 millj.kr.

Til máls tóku: Forseti, Bæjarstjóri, FM, ÁS, JÁ og MÓÓ.

Fjárhagsáætlun 2019, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ra ára áætlun 2019-2022, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyris-þega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþrótta-starfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, þjónustugjaldskrár og greiðslur fyrir nefndarstörf 2019 samþykkt samhljóða.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Innviðauppbygging í Vesturbyggð.

Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu kynnti skýrslu um Innviðagreiningu fyrir atvinnulíf í Vesturbyggð sem unnin var í samstarfi við sveitarfélagið. Meginmarkmið verkefnisins var að meta hver staða innviða er m.t.t. atvinnulífsins og þeirra breytinga sem hafa orðið innan Vesturbyggðar á síðustu árum. Áfram verður unnið að tillögum að aðgerðum/úrlausnum ásamt grófri kostnaðargreiningu. Aðgerðir verða aðlagaðar fyrir skipulagsvinnu sveitarfélagsins og aðgerðaráætlun sett fram samhliða því.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:10