Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #333

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 24. apríl 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 333. fundar miðvikudaginn 24. apríl 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti óskaði eftir því að boðað verði til
aukafundar í sveitarstjórn fimmtudaginn 2. maí nk. þar sem ársreikningur Vesturbyggðar fyrir árið 2018 verði tekin fyrir í fyrri umræðu.
Var það samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Skipan í almannavarnarnefnd

Lögð fyrir tillaga sem tekin var fyrir á 54. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar sem lagt er til að eftirfarandi aðilar verði skipaðir í almannavarnarnefnd.

Karl Ingi Vilbergsson
Jónatan Guðbrandsson aðalmaður, Sveinn Ólafsson varamaður
Rebekka Hilmarsdóttir aðalmaður, Gerður Björk Sveinsdóttir varamaður
Bryndís Sigurðardóttir aðalmaður, Bjarnveig Guðbrandsdóttir varmaður
Davíð Rúnar Gunnarsson aðalmaður, Páll Vilhjálmsson varamaður
Jónas Sigurðsson aðalmaður, Árni Magnússon varamaður
Svava M Matthíasdóttir aðalmaður, Anna Lísa Finnbogadóttir varamaður
Jónas Þrastarsson aðalmaður, Siggeir Guðnason varamaður

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir tillögu samráðsnefndar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 866. fund bæjarráðs. Viðaukinn felur í sér aukin útgjöld vegna fjárfestingar í lagningu ljósleiðara í verkefninu Ísland ljóstengt 2019. Útgjöldin nema 11,6 milljónum króna sem mætt er með lántöku. Þá er i viðaukanum mælt fyrir um tilfærslu og breytingu á fjárhagsáætlun 2019 vegna nýrrar útfærslu á áætlun sem felur í sér breytingu í A-hluta, lækkun á handbæru fé um 1,1 milljón króna. Samtals breyting í A- og B-hluta er lækkun á handbæru fé um 1,1 milljón króna.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukan samhljóða.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Ráðning sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs

Fyrir bæjarstjórn lá fyrir greinargerð Hagvangs með upplýsingum um þá aðila sem sóttu um stöðu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar. Alls sóttu 8 aðilar um stöðuna en einn aðili dró umsókn sína til baka. Hagvangur annaðist ráðningaferlið og voru 4 umsækjendur teknir í viðtöl. Að loknum viðtölum var Geir Gestsson talinn hæfastur í starfið.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, FM og MJ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Geir Gestsson í starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Skipurit Vesturbyggð

Lögð fram til síðari umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum. Lögð er til breyting á 50. gr. samþykktarinnar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á skipuriti sveitarfélagsins sem tekur gildi 1. maí 2019. Lagt er til að orðalag 50. gr. samþykktarinnar verði svohljóðandi: Bæjarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá Vesturbyggð, t.a.m. bæjarstjóra, sviðsstjóra, skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa, slökkviliðsstjóra og forstöðumenn stofnanna og veitir þeim lausn frá starfi.

Forseti bar breytinguna upp til samþykktar og lagði til að bæjarstjóra yrði falið að senda breytinguna til birtingar í Stjórnartíðindum.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjóri fór yfir innleiðingu nýs skipurits Vesturbyggðar sem kynnt var í mars 2019 og tekur gildi 1. maí 2019.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Gerði B. Sveinsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Arnheiði Jónsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Magnús Jónsson sat hjá við afgreiðslu ráðningar sviðstjóra fjölskyldusviðs.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fjárhagsáætlun 2020

Lagt fram til staðfestingar ferli fjárhagsáætlunar 2020.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og FM.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer18

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Leikskóli á Patreksfirði - Húsnæðismál

Tekin til umræðu skýrsla starfshóps um leikskólamál á Patreksfirði frá mars 2019. Lagðar voru fram fundargerðir skólaráðs dags. 2. apríl 2019 og foreldraráðs leikskólans Arakletts dags. 4. apríl 2019 ásamt könnun meðal starfsmanna leikskólans Arakletts dags. 2. apríl 2019. Einnig var lagt fram bréf kennara Patreksskóla dags. 8 apríl 2019. Bæjarstjóri fór yfir umræður á fundi 23. apríl sl. með starfsmönnum Arakletts og Patreksskóla þar sem starfshópurinn kynnti skýrsluna.

Bæjarstjórn þakkar skólaráði og foreldraráði fyrir umsagnir sínar og starfsmönnum Arakletts og Patreksskóla fyrir ábendingar og athugasemdir um þær tillögur sem liggja fyrir.

Vesturbyggð stendur frammi fyrir þeirri jákvæðu áskorun að börnum er að fjölga mikið í sveitarfélaginu sem kallar á aukna þjónustu. Ljóst er að það verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir haustið 2019 er nauðsynlegt að leysa bæði vel og fljótt, í sátt og samvinnu við foreldra, skólastjórnendur og starfsmenn bæði leik- og grunnskóla með þarfir leik- og grunnskólabarna að leiðarljósi. Lagt er til að hrint verði í framkvæmd tillögu 5 samkvæmt skýrslu starfshópsins, sem gerir ráð fyrir að elstu leikskólabörnum sem fædd eru 2014 verði kennt í Patreksskóla haustið 2019. Ákvörðun bæjarstjórnar byggir m.a. á því að mörg sambærileg fordæmi er að finna í öðrum nágranna sveitarfélögum, s.s. hjá Grundarfjarðarbæ og Ísafjarðarbæ og hefur slíkt fyrirkomulag gefist vel.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst þannig að tryggt verði að breytingin hafi sem minnst áhrif á starfsemi leik- og grunnskóla haustið 2019. Bæjarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdir við nauðsynlegar breytingar á Arakletti fari fram á meðan lokun leikskólans stendur frá 15. júní - 15. júlí 2019. Þá skuli framkvæmdum við breytingar á húsnæði og lóð Patreksskóla vera lokið áður en skólastarf hefst í haust. Bæjarstjórn leggur áherslu á það að við framkvæmdir við húsnæði Patreksskóla verði litið til þess að yngsta stig Patreksskóla 0. - 4. bekkur verði í sömu byggingu til að tryggja það góða og faglega starf sem fram fer á yngsta stigi grunnskólans.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri,ÞSÓ og FM.

Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs og felur því að skipa framkvæmdahóp sem heldur utan um innleiðingu og framkvæmd breytinganna í samráði við skólastjórnendur. Þá er bæjarráði falið að leggja mat á kostnað við breytingarnar og taka afstöðu til þess hvort frekari fjárveitingar þurfi að koma til vegna framkvæmdarinnar en nú þegar er mælt fyrir um í fjárhagsáætlun 2019.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Vesturbyggð, lóðir í þéttbýli.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulag íbúabyggðar við Lönguhlíð á Bíldudal verði klárað en enn vantar að láta vinna fornleifaskráningu fyrir svæðið svo að hægt sé að auglýsa skipulagið.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og vísar frekari afgreiðslu málsins til bæjarráðs til gerðar viðauka.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Ósk um úthlutun lóða við Aðalstæti 124A og 128 til húsbyggingar - Sigurpáll Hermannsson

Erindi dags. 8. apríl sl. frá Aðalstræti 73 ehf. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Aðalstræti 124A og 128 til húsbygginga en fyrirhugað er að reisa þar 160-220 m2 einbýlishús. Með bréfi dags. 24. apríl 2019 óskaði bréfritari eftir að fá aðra lóð en Aðalstræti 128 til leigu. Bæjarstjórn vísar frekari afgreiðslu málsins til skipulags- og umhverfisráðs.

Bæjarstjórn samþykkir að leigja Aðalstræti 73 ehf. lóðina að Aðalstræti 124A til húsbygginga.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Aðalskipulagsbreyting Melanes Rauðasandi

Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar, dagsett 6. nóvember 2017. Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu í landi Melaness á Rauðasandi og endurskilgreina þarf landnotkun á svæðinu frá landbúnaðarlandi yfir í verslun og þjónustu.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna og skipulagsfulltrúa er falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

2.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 25. fundar velferðaráðs sem haldinn var 9. apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 70. fundar fasteigna Vesturbyggðar sem haldinn var 9. apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Bæjarstjóri.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 54. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 16. apríl sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 52. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs sem haldinn var 16. apríl sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 58. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 15. apríl sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 7. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 17. apríl sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 867. fundar bæjarráðs sem haldinn var 16. apríl sl. Fundargerðin er í 19 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 866. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. apríl sl. Fundargerðin er í 30 liðum.

Til máls tóku: Forseti og ÞSÓ.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:02