Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #334

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. maí 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Esther Gunnarsdóttir (EG) varamaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varaformaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 334. fundar fimmtudaginn 2. maí 2019 kl. 17:00 að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Varaforseti bæjarstjórnar María Ósk Óskarsdóttir í fjarveru forseta setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Esther Gunnarsdóttir sat fundinn í fjarveru Friðbjargar Matthíasdóttur, Jörundur Garðarsson sat fundinn í fjarveru Iðu Marsibil Jónsdóttur og Davíð Þorgils Valgeirsson sat fundinn í stað Jóns Árnasonar.
Í upphafi fundar bauð varforseti Esther Gunnarsdóttur og Davíð Þorgils Valgeirsson velkomin til síns fyrsta fundar í Bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Almenn erindi

1. Ársreikningur 2018

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2018 ásamt endurskoðunarskýrslu. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi KPMG sat fundinn í fjarfundi á Skype og kynnti endurskoðunarskýrslu ársreiknings 2018.

Til máls tóku: Forseti, JG, Bæjarstjóri og ÁS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2018 til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður miðvikudaginn 15. maí nk.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:16