Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 28. ágúst 2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG) ritari
- Esther Gunnarsdóttir (EG) varamaður
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) staðgengill bæjarstjóra
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Davíð Rúnar Gunnarsson embættismaður
Almenn erindi
1. Samstarfs- og þjónusamningur við BsVest um málefni fatlaðs fólks
Sif Huld Albertsdóttir framkvæmdastjóri hjá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks fór yfir og kynnti samstarfssamning um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum. Vesturbyggð er aðili að samningnum ásamt Árneshreppi, Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi, Strandabyggð, Súðavíkurhreppi og Tálknafjarðarhreppi.
2. Milliþingnefnd - tillögur að breytingum á samþykktum og þingsköpum FV
Lagðar fyrir tillögur milliþinganefndar Fjórðungsþings Vestfirðinga um breytingar á samþykktum og þingsköpum Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við tillögurnar.
3. Seftjörn. Umsókn um stofnun tveggja nýrra lóða.
Erindi frá Ríkiseignum. Í erindinu er óskað eftir stofnun tveggja nýrra lóða úr landi Seftjarnar, L139849 í Vesturbyggð. Sótt er um stofnun Seftjarnar-Hrófsnes 18,85ha að stærð, þar sem núverandi húsakostur jarðarinnar, mhl. 02, 04, 05, 06, 07 og 11, eru á nýju lóðinni. Einnig er sótt um stofnun Móatúns, 2,87ha að stærð þar sem núverandi húsakostur jarðarinnar, mhl. 10 er á nýju lóðinni. Erindinu fylgja mæliblöð sem og umsóknir.
Erindið var tekið fyrir á 61. fundi Skipulags- og umhverifsráð þar sem það var samþykkt og vísað áfram til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.
4. Langahlíð 9 og 11, Bíldudal. Umsókn um lóð.
Erindi frá Hrafnshól ehf. Í erindinu er sótt um óstofnaðar lóðir að Lönguhlíð 9 og 11 til byggingar á þriggja íbúða raðhúsi, tvær 76,6m2 og ein 95m2.
Lóðirnar standa í dag á svæði sem er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota, aðlaga þarf fyrirhugaða landnotkun að aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á fundi og lagði til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að úthlutunin verði samþykkt.
Til máls tók: ÁS
Bæjarstjórn samþykkir úthlutunina.
5. Langahlíð 16A,B og 18A, Bíldudal. Umsókn um lóð.
Erindi frá Nýjatúni ehf. Í erindinu er sótt um óstofnaðar lóðir að Lönguhlíð 16A,B og 18A. Áform umsækjenda er að byggja allt að 10 - 12, 55 m2 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum.
Lóðirnar standa í dag á svæði sem er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota, aðlaga þarf fyrirhugaða landnotkun að aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir lagði til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að úthlutunin verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutunina.
6. Fjallskil - kostnaður
7. Stjórnskipan Vesturbyggðar - breyting á skipan í ráð og nefndir
Lögð var fram tillaga um breytingar á nefndarskipan í fræðslu- og æskulýðsráði. Esther Gunnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í fræðslu- og æskulýðsráði frá og með 1. janúar í stað Guðrúnar Eggertsdóttur.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Fundargerð
Lögð er fram til kynningar fundargerð 872. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. júní 2019. Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 873. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. júlí 2019. Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tóku: MJ og GBS
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 874. fundar bæjarráðs sem haldinn var 16. júlí 2019. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: MÓÓ og GBS
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 875. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. júlí 2019. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 876. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. ágúst 2019. Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 877. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. ágúst 2019. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tóku: MÓÓ og GBS
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 61. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 24. júní 2019. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 10. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 25. júlí 2019. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 55. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs sem haldinn var 14. ágúst 2019. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 337. fundar miðvikudaginn 28. ágúst 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Í upphafi fundar var látins heiðurborgara Vesturbyggðar Jóns Magnússonar minnst með einnar mínútu þögn.