Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 24. september 2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Esther Gunnarsdóttir (EG) varamaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - breyting á skipan í ráð og nefndir
Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan annarsvegar í fræðslu- og æskulýðsráði. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir tekur sæti sem varamaður í stað Sædísar Eiríksdóttur og hins vegar í menningar- og ferðamálaráð en þar taka Iða Marsibil Jónsdóttir og Jón Árnason sæti sem varamenn í stað Maríu Ragnarsdóttur og Arons Inga Guðmunssonar.
Samþykkt samhljóða
2. Fjallskil - kostnaður
Tekin fyrir bókun fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar þar sem því er vísað til bæjarstjórnar Vesturbyggðar að heimilt verði að leggja allt að 2% á landverð allra jarða í Vesturbyggð og Tálknafjarðahrepp, þar með talið eyðijarðir, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda miðað við gildandi fasteignamat á hverjum tíma, í samræmi við fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem innheimt verði samhliða fasteignagjöldum 2020. Nefndin leggur einnig til að á árinu 2020 verði lagt á fjallskilaskylt búfé í sveitarfélögunum gjald sem nemur 300 kr. á hverja sauðkind skv. skráningu Matvælastofnunar sem renna skal í fjallskilasjóð. Tekjur vegna gjaldtökunnar renna óskipt í fjallskilasjóð og ráðstafað verður úr honum í samræmi við gildandi fjallskilasamþykkt.
Til máls tóku: Forseti, RH og GE.
Tillaga nefndarinnar samþykkt með sex atkvæðum, GE situr hjá
3. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 878. fund bæjarráðs. Viðaukinn er gerður vegna launakostnaður og rekstrarksotnaður leikskóladeildar við Patreksskóla samtals 8.1 milljón. Kostnaði er mætt með því að lækka launakostnað í málaflokki 09 um 2.1 milljón og í málafl. 33 um 3,4 milljónir. Gerð er hagræðingarkrafa í rekstri málaflokks 04 uppá 2,6 milljónir. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta né hreyfir hann handbært fé.
Til máls tóku: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
4. Bygging sundlaugar á Bíldudal, áskorun frá bæjarbúum.
Lögð fram áskorun til bæjarstjórnar Vesturbyggðar þar sem skorað er á Vesturbyggð að hefja undirbúning að byggingu sundlaugar á Bíldudal.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarndi bókun:
Ég fagna því frumkvæði sem íbúar Bíldudals hafa tekið við söfnun undirskrifta til þess að setja fram skýlausa kröfu um það að bæjarstjórn hefjist handa við undirbúning byggingu sundlaugar á staðnum sem allra fyrst. Að mínu mati eru það sjálfsögð lífsgæði í nútíma samfélagi að sundlaug sé á Bíldudal sem og í öðrum þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu og löngu orðið tímabært að bæði ungir sem aldnir geti notið þeirrar afþreyingar og hreyfingar sem iðkun sunds hefur í för með sér án þess að þurfa að sækja sundlaugar í aðra byggðakjarna sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn tekur undir bókun forseta og vísar tillögunni áfram til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
Til máls tóku: Forseti og FM.
5. Ósk um stofnun lóðar. Efri-Arnórsstaðir.
Erindi frá Ingva Ó. Bjarnasyni, Neðri-Arnórsstöðum. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Efri-Arnórsstaða, Barðaströnd(139777). Áætluð stærð lóðar er 3106 m2. Umsókninni fylgir lóðarblað.
Bæjarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar.
6. Stekkar 13 - ósk um lóðarleigusamning.
Erindi frá Ingólfi M. Ingvasyni. Í erindinu er óskað eftir nýjum lóðarleigusamningi vegna Stekka 13, Patreksfirði.
Til máls tóku: Forseti, EG, RH og FM
Bæjarstjórn samþykkir að gerður verði nýr lóðarleigusamningur við húseigendur að Stekkum 13, Patreksfirði.
7. Arnarbakki 5. Umsókn um lóð.
Erindi frá Jens H. Valdimarssyni f.h. Bernódus ehf. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Arnarbakka 5, Bíldudal til byggingar einbýlishúss.
Til máls tóku: Forseti, GE og RH.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar að Arnarbakka 5 á Bíldudal til umsækjenda.
8. Hjótur 1, Örlygshöfn, L139872 - Gerð deiliskipulags.
Tekin fyrir Hnjótur 1 deiliskipulag, lýsing skipulagsverkefnis.
Hafin er undirbúningur við gerð deiliskipulags við Hnjót 1 en um er að ræða skilgreiningu á tjaldsvæði og svæði fyrir verslun og þjónustu. Samhliða deiliskipulaginu verður unnin breyting á aðalskipulagi sem verður auglýst samtímis.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu máls þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda í óskiptu landi.
9. Hnjótur 1. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018
Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Breyting við Hnjót 1 lýsing skipulagsverkefnis, dagsett 11. september 2019.
Hafinn er undirbúningur við gerð deiliskipulags við Hnjót 1 í Vesturbyggð en um er að ræða breytta landnotkun, frá landbúnaðarlandi yfir í verslun og þjónustu. Deiliskipulagstillaga þessi kallar á breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Eftirfarandi lýsing er í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til skilgreiningar á nýju svæði verslunar- og þjónustu V10, stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað hring á uppdrætti aðalskipulagsins.
Unnið er að deiliskiplagstillögu samhliða aðalskipulagsbreytingunni og verða tillögurnar auglýstar samtímis.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu máls þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda í óskiptu landi.
Fundargerð
Lögð er fram til kynningar fundargerð 878. fundar bæjarráðs sem haldinn var 3. september 2019. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 62. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 2. september 2019. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 71. fundar Fasteigna Vesturbyggðar sem jafnframt var aðalfundur félagsins, fundurinn var haldinn 9. september 2019. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 11. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 4. september 2019. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 7. fundar Vestur-Botns sem jafnframt var aðalfundur félagsins, fundurinn var haldinn 9. september 2019. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 20. fundar fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 12. september 2019. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 12. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 16. september 2019. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tóku: Forseti, FM, RH, MÓÓ og EG.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 879. fundar bæjarráðs sem haldinn var 17. september 2019. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 55. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 17. september 2019. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Forseti, GE, RH og FM.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 339. fundar þriðjudaginn 24. september 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Ásgeir Sveinsson er fjarverandi en í hans stað situr fundinn Guðrún Eggertsdóttir, Magnús Jónsson er fjarverandi í hans stað situr fundinn Esther Gunnarsdóttir. Guðrún hefur óskað eftir því að fá að sitja fundinn í fjarfundi og er það borið upp til samþykktar. Það er samþykkt samhljóða.
Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.