Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 30. október 2019 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar
Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 23. október 2019, ásamt leiðréttum skipulagsgögnum þar sem búið er taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisráð tók afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar fyrir á fundi sínum 29. október 2019. Á fundinum var bókað að ráðið væri samþykk þeim leiðréttingum sem gerðar voru á kafla 2.4 og 3.2 og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði afgreitt skv. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu þess í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir
Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan í fræðslu- og æskulýðsráði. Jón Árnason tekur sæti sem varamaður í stað Guðbjartar Gísla Egilssonar og Sigríður Ágústa Guðmundsdóttir tekur sæti sem varamaður í sömu nefnd í stað Birtu Eik Fanneyjar Óskarsdóttur.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 341. fundar miðvikudaginn 30. október 2019 kl. 16:30 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Magnús Jónsson boðaði forföll. Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.