Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #341

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 30. október 2019 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 341. fundar miðvikudaginn 30. október 2019 kl. 16:30 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Magnús Jónsson boðaði forföll. Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar

Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 23. október 2019, ásamt leiðréttum skipulagsgögnum þar sem búið er taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og umhverfisráð tók afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar fyrir á fundi sínum 29. október 2019. Á fundinum var bókað að ráðið væri samþykk þeim leiðréttingum sem gerðar voru á kafla 2.4 og 3.2 og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði afgreitt skv. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu þess í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan í fræðslu- og æskulýðsráði. Jón Árnason tekur sæti sem varamaður í stað Guðbjartar Gísla Egilssonar og Sigríður Ágústa Guðmundsdóttir tekur sæti sem varamaður í sömu nefnd í stað Birtu Eik Fanneyjar Óskarsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00