Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #343

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. desember 2019 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Esther Gunnarsdóttir (EG) varamaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 343. fundar miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Magnús Jónsson boðaði forföll í hans stað sat fundinn Esther Gunnarsdóttir. Ásgeir Sveinsson boðaði forföll. Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Lagt er fyrir fundinn að auglýstur dagskrárliður fundargerð hafna og atvinnumálaráðs falli út þar sem fundinum var frestað. Samþykkt samhljóða.

FM lagði til að dagskrárliður 3 málsnr. 1911099 gjaldskrár Vesturbyggðar verði tekin fyrir á undan dagskrárlið 2 málsnr. 1904046 - Fjárhagsáætlun 2020. Forseti bar tillöguna undir fundinn og er hún samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 886. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmda sem ekki næst að klára á árinu 2019 sem fyrirhugaðar voru og gert var ráð fyrir í áætlunum. Jafnframt er gerð leiðrétting á fjárfestingu í hafnarsjóði Vesturbyggðar vegna rangrar framsetningar í fjárhagsáætlun 2019.

Fjárfesting við Bíldudalshöfn sem færist yfir á næsta ár eru 58 millj. kr., þar af er hlutur Vesturbyggðar 14 millj. kr. Jafnframt er leiðrétt fyrir rangri framsetningu í áætlun 2019 þar sem heildarkostnaður við framkvæmdina var settur fram með virðisaukaskatti og framlag sveitarfélagsins of hátt sem nam skattinum, eða um 32,4 millj. kr. Lántaka í hafnarsjóði er lækkuð um 6,0 millj. kr. og handbært fé hækkað um 40,55 millj. kr.

Fjárfestingar í eignarsjóði lækka um 15,5 millj. kr. vegna framkvæmda við götur, gangstéttar, kantsteina bæði á Patreksfirði og á Bíldudal, framkvæmda við Vatneyrarbúð, brunavarnarkerfi við Patreksskóla og Bíldudalsskóla sem ekki næst að fullu að setja upp, kostnaður vegna efniskaupa við uppsetningu varmadælu við Patreksskóla er lækkaður ásamt því að verkefni við lagningu ljósleiðara í Arnarfirði að fjárhæð 11,6 millj. kr. sem samþykkt var í viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019 frestast.

Lántaka í eignarsjóði er lækkuð um 20,7 millj. kr ásamt tilfærslu fjármuna vegna frammúrkeyrslu við framkvæmdir við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal að fjárhæð 6,4 millj. kr. sem kynnt var á 871. fundi bæjarráðs.

Framkvæmdir við vatnsveitu eru lækkaðar um 7,0 millj. kr. þar sem ekki næst að klára að setja upp lokuhús á Bíldudal líkt og áætlað var og er lántaka í eignasjóði lækkuð á móti.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu A- og B- hluta en hækkar handbært fé um 40,55 millj. kr.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukann.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2020

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2020 ásamt 3ja ára áætlun 2021-2023.

Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 66 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 51 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 14,6 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 86 millj.kr. Fjárfestingar eru 112 millj.kr., afborganir langtímalána 110 millj.kr. og lántökur 115 millj.kr.

Rekstur A- og B- hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 212 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 85 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 126,5 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 183,5 millj.kr. Fjárfestingar eru 195,5 millj.kr., afborganir langtímalána 213 millj.kr. og lántökur 143 millj.kr.

Til máls tóku: Forseti, FM, GBS, JA og ÞSÓ.

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.

Málsnúmer18

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár Vesturbyggðar

Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2020. Gjaldskrár eru óbreyttar frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku: Forseti, FM, bæjarstjóri og RH.

Forseti bar staðfestingu gjaldskránna upp til atkvæðagreiðslu.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2020.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára samgönguáætlun 2020-2024

Tekinn fyrir tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 9. desember 2019 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að þingsályktun um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki skuli vera gert ráð fyrir framlögum til Bíldudalsvegar fyrr en á 2. tímabili áætlunarinnar 2025-2029. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir þá skýlausa kröfu að framkvæmdir við Bíldudalsveg verði færðar á 1. tímabil áætlunnar og fari fram samhliða framkvæmdum á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði á 1. tímabili áætlunnar.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að veitt séu framlög til Bíldudalshafnar en bendir á að sú framkvæmd leysir aðeins að litlu leyti þann mikla skort sem er á athafnarsvæði og hafnaraðstöðu við Bíldudalshöfn. Bæjarstjórn Vesturbyggðar ítrekar því mikilvægi þess að veitt verði frekari framlög til hafnarframkvæmda svo tryggja megi aðstöðu fyrir þá starfsemi sem fer fram á Bíldudal og fyrirhuguð er.

Þá lýsir bæjarstjórn Vesturbyggðar yfir vonbrigðum með að í samgönguáætlun er ekki gert ráð fyrir undirbúningi jarðgangaframkvæmda á sunnanverðum Vestfjörðum. Á 4. haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga 25. og 26. október 2019 var ályktað um mikilvægi þess að gert væri ráð fyrir frekari jarðgangakostum á Vestfjörðum með áherslu á sunnanverða Vestfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar ítrekar því mikilvægi þess að unnið verði að undirbúningi jarðgangakosta á Vestfjörðum, þ.e. jarðgöng undir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að aukin framlög verði veitt til viðhalds á vegakerfinu með áherslu á styrkingar, endurbætur og viðhaldi á bundnu slitlagi. Vegna aukinna þungaflutninga er mikilvægt að vegur um Mikladal og Hálfdán og vegurinn inn í þorpið á Bíldudal (Dalbraut) verði viðhaldið. Samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar á klæðningum á Vestfjörðum í júní 2019 er Bíldudalsvegur 100% ónýtur vegur og þarfnast endurbyggingar og styrkingar. Bæjarstjórn ítrekar því mikilvægi þess að viðhaldsfé verði tryggt í þessa vegakafla.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um þingsályktun um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Aðalskipulagsbreyting Melanes Rauðasandi

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Melanes, á Rauðasandi. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum: Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Ísafjarðarbæ.
Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

- Umfjöllun í kafla hverfisvernd og náttúrufar var aukin þar sem fjallað er um þá náttúruþætti sem njóta verndar og eru á aðliggjandi svæðum við Rauðasand auk þess sem staðsetning þeirra og Melaness er sýnd á kortum.
- Nánari skilgreining á heimildum til uppbyggingar á ferðaþjónustu (V11) á Melanesi í töflu 2.3.4 þar sem meðal annars er tiltekið fjöldi gistirúma og yfirbragð mannvirkja.
- Í kafla 5. Umhverfismat er nánari umfjöllun um aðliggjandi svæði, viðkvæmni þeirra og leiðbeiningar til rekstraraðila ferðaþjónustunnar varðandi upplýsingar og leiðbeiningar til gesta á svæðinu.
- Skilgreint er nýtt vatnsból aðeins ofar í hlíðinni og fyrir liggur hnitsett mynd af nýju vatnsbóli.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til viðbótar liggur einnig fyrir umsókn frá Ólöfu Matthíasdóttur, dagsett 26. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið Vesturbyggð að um 5 ha verði teknir úr landbúnaðarnotum sbr. jarðalög nr. 81/2004. Með umsókninni fylgir hnitsettur uppdráttur.

Bæjarstjórn samþykkir að sótt verði um leyfi til breyttar landnotkunar á svæðinu sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Deiliskipulag - Melanes ferðaþjónusta

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Melanes ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Fyrir liggur leiðréttur uppdráttur þar sem gerðar hafa verið breytingar á skipulagsgögnum til samræmis við umsagnir. Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

- Umfjöllun um lagnir og vatnsból gerðar ítarlegri.
- Umfjöllun um umhverfisáhrif gerð ítarlegri.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Deiliskipulag Látrabjargs, breyting á uppdrætti S-3.

Tekin fyrir lýsing að breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs, um er að ræða breytingu á veglínu fyrir færslu Örlygshafnarvegar suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla.

Þar sem um nýjan veg utan þéttbýlis á verndarsvæði er að ræða falla framkvæmdir sem breytingin fjallar um í B-flokk 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 (liður 10.09). Því skal það metið hvort framkvæmdirnar skulu háðar mati á umhverfisáhrifum skv. lögunum.

Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Dufansdalur Efri - Tilkynning um skógrækt

Tekið fyrir erindi Arnhildar Ásdísar Kolbeins og Þórarins Kristjáns Ólafssonar, dagsett 11. nóvember þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á um 35 ha svæði í landi Dufansdals-Efri.

Með erindinu fylgir umsókn um framkvæmdaleyfi, tilkynning til sveitarfélagsins þar sem framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er umbeðin framkvæmd að hluta innan landbúnaðarsvæðis þar sem skógrækt er heimil. Niðurstaða skipulags- og umhverfisráðs var að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, því til grundvallar er útfyllt eyðublað af skipulagsfulltrúa um ákvörðun c-flokks framkvæmda.

Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að undangenginni grenndarkynningu fyrir aðliggjandi jörð og sumarhúsaeigendum á svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Litli Kambur, Seftjörn. Ósk um breytingu á lóð.

Erindi frá Oddi Guðmundssyni, í erindinu er óskað eftir breytingu á lóð umhverfis Litla Kamb (Seftjörn lóð 2, landeignarnr 204221). Erindinu fylgja teikningar unnar af Ráðbarði ehf. er sýna lögun lóðar fyrir og eftir breytingu sem og samþykki Ríkiseigna f.h. landeigenda Ríkissjóðs Íslands.

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Brjánslækur. Umsókn um stofnun lóðar.

Erindi frá Ríkiseignum. Í erindinu er óskað eftir stofnun 2,4ha lóðar úr landi Brjánslækjar 1, L139787 í Vesturbyggð. Erindinu fylgir mæliblað sem og umsókn.

Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Aðalskipulagsbreyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 9. septemeber til 21. október 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

12.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 886. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 3. desember 2019. Fundargerðin er í 10 liðum.

Til máls tóku: Forseti, FM, MÓÓ og EG.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 68. fundar skipulags og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 5. desember 2019. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 29. fundar velferðaráðs, fundurinn var haldinn 2. desember 2019. Fundargerðin er í 2 liðum.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:32