Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #360

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. maí 2021 og hófst hann kl. 17:50

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingafulltrúi og hafnarstjóri

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 360. fundar miðvikudaginn 26. maí 2021 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Jörundur Garðarsson. Gerður Björk Sveinsdóttir situr fundinn sem staðgengill Rebekku Hilmarsdóttir.

Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, þar sem liður 9 málsnr. 2105052 - Áform Arnarlax og Arctic Fish um byggingu sláturhúss, bætist við þegar auglýsta dagskrá og breytast númer mála sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2020

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2020.

Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 1.614 millj. kr., þar af voru 1.278 millj. kr. vegna A hluta og drógust tekjur A hluta lítils háttar saman á milli ára. Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta bæjarsjóðs var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 10 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 113 millj. kr. Rekstrarafkoman ársins 2019 var jákvæð um 10 milljónir og stendur því í stað á milli ára.

Fjárfest var á árinu fyrir 172 millj. kr. í fastafjármunum og tekin voru ný lán á árinu 2020 uppá 223 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 99 millj. kr.

Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 2.707 millj. kr. í árslok 2020. Skuldir A hluta námu í árslok 2020 1.730 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.141 millj. kr. og höfðu hækkað um réttar 123 millj. kr. frá árinu 2019.

Skuldaviðmið var 103% í árslok 2020 og hafði lækkað um 2% frá árinu 2019.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 566 millj. kr. í árslok 2020 og var eiginfjárhlutfall 20,9% og er óbreytt frá árslokum 2019.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 113 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 58,6 millj. kr. en var 5,7 millj. kr. árið áður.

Til máls tóku: Forseti og staðgengill bæjarstjóra

Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

Lagðir fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021 sem lagður var fyrir á 920. fundi bæjarráðs sem haldinn var 11. maí sl. og viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021 sem lagður var fyrir á 921. bæjarráðs sem haldinn var 20. maí sl.

Samhliða viðauka 3 er lagt fyrir minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til lagningar kanntsteins á Patreksfirði og bætt við það sem áætlað var til malbikunar. Samtals nemur fjárhæðin 3 milljónum. Jafnframt er lagt fyrir minnisblað hafnarstjóra þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til kaupa á bíl fyrir höfnina á Bíldudal 3 milljónir og bætt við það sem ætlað var til tækjakaupa fyrir höfnina á Bíldudal.

Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Samhliða viðauka 4 er lagt fyrir minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um kaup á bíl fyrir áhaldahúss á Patreksfirði í stað eldri bifreiðar og minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna breytinga á lántökum ársins 2021. Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er lagt til að keypt verði ný bifreið fyrir áhaldahús á Patreksfirði í stað eldri bifreiðar sbr. bókun bæjarráðs á 920. fundi ráðsins. Bifreiðin kostar 5.3 m.kr. og mætt með lækkun á fjárfestingu í vatnsveitu á Patreksfirði uppá 1 m.kr, lækkun á viðhaldsfé vatnsveitu á Patreksfirði um 1.7 m.kr. og lækkun á viðahaldsfé fráveitu á Patreksfirði um 2.7 m.kr.

Í minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sem lagt var fyrir á 920. fundi bæjarráðs er lagt til að lántaka til Lánasjóðs sveitarfélaga sé lækkuð í 259 m.kr. og sótt verði um lán til ofanflóðasjóðs vegna útlagðs kostnaðar uppá 107,2 m.kr., handbært fé í A hluta verði lækkað um 49,8 m.kr.

Viðaukinn hefur jafnframt þau áhrif að vaxtakostnaður lækkar um 4.5 m.kr. í A hluta og afskriftir í A hluta lækka um 1.8 m.kr. Afskriftir í A og B hluta lækka um 1.8 m.kr.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 147.2 m.kr. í það að vera neikvæð uppá 140,9 m.kr. Handbært fé í A hluta lækkar um 51,8 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 34,5 m.kr. í það að vera neikvæð uppá 23,9 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 47,5 m.kr.

Til máls tóku:Forseti, staðgenginn bæjarstjóra.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Lántökur ársins 2021

Lögð eru fyrir drög að umsókn Vesturbyggðar um lántöku á árinu 2021 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 259 m.kr. Áður samþykkt umsókn til Lánsjóðsins að fjárhæð 416 milljónir fyrir árið 2021 sem samþykkt var á 357. fundi bæjarstjórnar fellur þar með úr gildi. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2021 með viðaukum og er tekin til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2021 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2021 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt eru lögð fyrir drög að umsókn um lántökur á árinu 2021 til ofanflóðasjóðs að fjárhæð 62,2 m.kr. vegna 10% þátttöku Vesturbyggðar í framkvæmdum við ofanflóðavarnir á Patreksfirði og á Bíldudal á árunum 2018-2020, miðað við bókað ónýtt lánarými Vesturbyggðar hjá Ofanflóðasjóði.
Vesturbyggð mun seinna á árinu óska eftir láni til ofanflóðasjóðs vegna útlagðs kostnaðar sveitarfélagins vegna framkvæmda á árinu 2021. Eru þær lántökur í samræmi við fjárhagsáætlun 2021 með viðaukum.

Til máls tók: Forseti, staðgengill bæjarstjóra.

Bæjarstjórn samþykkir lántökuna á árinu 2021 og samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf. kt. 580406-1100, veð í tekjum sínum til tryggingar lánum á árinu 2021, sbr. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánartiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Jafnframt er Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 160484-3309 og Gerði Björk Sveinsdóttir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kt. 210177-4699 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamninga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökunum.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skólastjóri Bíldudalsskóla

Lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs frá 71. fundi ráðsins 12. maí sl. þar sem lagt er til að Elsa Ísfold Arnórsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Bíldudalsskóla og leikskólans Tjarnarbrekku.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir að ráða Elsu Ísfold Arnórsdóttir í starf skólastjóra Bíldudalsskóla og leikskólans Tjarnarbrekku og býður hana velkomna til starfa. Jafnframt þakkar Bæjarstjórn fráfarandi skólastjóra, Signý Sverrisdóttur fyrir vel unnin störf. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt bæjarstjóra að falið að ganga frá ráðningasamningi.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Uppbygging fiskeldis og innviða á Vestfjörðum - samstarf sveitarfélaga

Lögð fram drög að samfélagssáttmála sveitarfélaga um fiskeldi á Vestfjörðum. Tilgangur sáttmálans er að standa sameiginlega að markvissri uppbyggingu fiskeldis og tengdra atvinnugreina á Vestfjörðum með það að markmiði að efla atvinnulíf, mannlíf og innviði með heildarhagsmuni Vestfjarða að leiðarljósi.

Til máls tóku: Forseti, FM, JÁ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar vísar málinu til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Efri-Rauðsdalur. Stofnun lóðar.

Erindi frá Nönnu Á. Jónsdóttur og Gísla Á. Gíslasyni ódags. Í erindinu er sótt um stofnun 1500m2 lóðar úr Neðri-Rauðsdal, landnr. 139847. Nýstofnuð lóð skal bera heitið Neðri-Rauðsdalur II. Umsókninni fylgir lóðablað dags. 5. maí 2021. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 84. fundi sínum 14. maí sl. að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Til máls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Mál nr. 640 um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis. Ósk um umsögn.

Forseti vék af fundi og fól varaforseta stjórn fundarins.

Lögð fram drög að umsögn Vesturbyggðar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál. Í tillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipi starfshóp til að yfirfara laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi.

Til máls tóku: Varaforseti, FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að fram sé komin tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis. Vesturbyggð hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að náð sé utan um heildargjaldtöku af fiskeldi og hvaða tekjur eru að skila sér til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldi er stundað. Einnig hefur Vesturbyggð bent á að miklvægt sé að til staðar séu skýrar heimildir til töku gjalda af fiskeldi í sjó, þannig að koma megi í veg fyrir að sveitarfélög þurfi að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort heimilt er að taka gjöld til að m.a. standa undir rekstri hafnarmannvirkja. Við endurskoðunina er einnig mikilvægt að líta til áhrifa á þau sveitarfélög sem fiskeldi er stundað, hvort í laga- og reglugerðarumhverfi séu veikleikar sem hafi verulega neikvæð áhrif á þau samfélög þar sem fiskeldi fer fram, hvort sem er vegna þjónustu við kvíasvæði eða slátrun og vinnsla. Þá hvetur Vesturbyggð til þess að hluti að endurskoðunni feli í sér að greina hvort æskilegt sé að skilyrða veitingu rekstrarleyfa í fiskeldi í sjó, eins og gert er í annarri haftengdri starfsemi. Þannig að tryggt sé að tekjur af fiskeldi í sjó verði sannarlega eftir í þeim samfélögum þar sem fiskeldi fer fram.

Samþykkt samhljóða.

Varaforseti afhenti fundarstjórnina aftur til forseta.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Sumarlokun 2021 - Ráðhús Vesturbyggðar

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 19. maí 2021, með tillögu að sumarlokun í ráðhúsi Vesturbyggðar 2021. Í minnisblaðinu er lagt til að afgreiðsla ráðhússins verði lokuð í tvær vikur í sumar, frá og með 26. júlí til og með 6. ágúst 2021. Tilkynnt verði um lokunina á heimasíðu sveitarfélagsins og þar leiðbeint hvernig unnt er að hafa samband við sveitarfélagið á meðan lokun stendur. Bæjarráð vísaði málinu áfram til staðfestingar bæjarstjórnar á 921. fundi sínum 20. maí sl.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir tillöguna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Áform Arnarlax og Arctic Fish um byggingu sláturhúss

Forseti vék af fundi og fól varaforseta stjórn fundarins.

Lögð fram til kynningar gögn frá kynningarfundi sem haldinn var 17. maí sl. þar sem Björn Hembre, forstjóri Arnarlax og Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish kynntu mögulega uppbyggingu sláturhúss á Patreksfirði.

Bæjarstjóra ásamt hafnarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að taka saman gögn og upplýsingar vegna málsins og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Til máls tóku: Varaforseti, FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að fyrirtækin sjái tækifæri í áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Varaforseti afhenti fundarstjórnina aftur til forseta.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Ársyfirlit slökkviliðanna 2020

Lagt fram til kynningar ársyfirlit slökkviliðanna í Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppi á árinu 2020. Slökkviliðin sinntu 13 útköllum á árinu 2020 sem er svipaður fjöldi og árin á undan. Covid-19 hafi nokkur áhrif á reglubundna starfsemi, æfingar nokkuð færri og með breyttu sniði.

Til máls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn þakkar slökkviliðsstjóra fyrir greinagott yfirlit.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Boðun á 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga 2. júní 2021

Lagt fram til kynningar boðun á 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga, 2. júní 2021 sem fram fer í Bjarkalundi, Reykhólahreppi.

Til máls tóku: Forseti.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

12. Almannavarnarnefnd - 3

Lögð er fram til kynningar fundargerð 3. fundar almannavarnarnefndar, fundurinn var haldinn 27. apríl 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Bæjarráð - 920

Lögð er fram til kynningar fundargerð 920. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 11. maí 2021. Fundargerðin er í 13 liðum.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Menningar- og ferðamálaráð - 16

Lögð er fram til kynningar fundargerð 16. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 11. maí 2021. Fundargerðin er í 2 liðum.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Fræðslu- og æskulýðsráð - 71

Lögð er fram til kynningar fundargerð 71. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 12. maí 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tóku: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Skipulags og umhverfisráð - 84

Lögð er fram til kynningar fundargerð 84. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 14. maí 2021. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tóku: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Hafna- og atvinnumálaráð - 31

Lögð er fram til kynningar fundargerð 31. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 18. maí 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tóku: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Bæjarráð - 921

Lögð er fram til kynningar fundargerð 921. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 20. maí 2021. Fundargerðin er í 12 liðum.

Til máls tóku: Forseti, FM.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:38