Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #378

Fundur haldinn í fjarfundi, 28. desember 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Einar Helgason (EH) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 378. fundar miðvikudaginn 28. desember kl. 12:00. Fundurinn fór fram í fjarfundi.
Jón Árnason forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Einar Helgason. Þar sem um fjarfund er að ræða er fund­urinn ekki opinn almenn­ingi en upptaka frá fund­inum verður sett inn á heima­síðu Vesturbyggðar eins fljótt og unnt er.

Almenn erindi

1. Hækkun útsvarsálagningar - fjármögnun þjónustu við fatlað fólk

Lagðir eru fram tölvupóstar Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Samtaka íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2022 og 19. desember 2022 ásamt samkomulagi, dags. 16. desember 2022, um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk, sem undirritað er af fulltrúum ríkisins annars vegar og fulltrúum sveitarfélaganna hins vegar.

Í samkomulaginu er kveðið á um hækkun hámarksútsvars sveitarfélaga um 0,22% samhliða samsvarandi lækkun á tekjuskatti. Skattbyrði einstaklinga breytist því ekki með þessari aðgerð. Hækkun útsvarsins er greidd beint til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem greiðir útsvarið áfram til Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um framlög sjóðsins til málaflokksins.

Til máls tók: Forseti

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16. desember 2022, samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar að álagningarhlutfall úsvars fyrir 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir framlagða tillögu samhjóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15