Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #384

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. júní 2023 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) varamaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) varaformaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
  • Einar Helgason (EH) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 384. fundar mánudaginn 21. júní 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Friðbjörn Steinar Ottósson varaforseti setti fundinn í fjarveru forseta og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Í febrúar 2023 samþykktu sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 14. júní ásamt fylgiskjölum.

Samstarfsnefndin kom saman á níu bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði sjö starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins, www.vestfirdingar.is, og hefur verkefnið verið kynnt á íbúafundum með virku samtali við íbúa.

Það er álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna. Lagt er til að atkvæðagreiðslu verði lokið 28. október 2023. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að atkvæðagreiðsla um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar verði lokið 28. október 2023 og felur samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.

Bæjarstjórn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja nú þegar undirbúning við gerð jarðgangna um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd enda er sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna. Það kom skýrt fram hjá íbúum að forsenda þess að sameining skili árangri sé að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna þar sem hægt er að ferðast milli byggðakjarna á öruggan hátt allan ársins hring. Vakin er athygli á því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán eru einnig í samræmi við stefnu stjórnvalda og Alþingis um að útrýma hættulegum fjallvegum, í samræmi við loftslagsstefnu, styður við jafnrétti á landsbyggðinni sem og uppbyggingu fiskeldis á svæðinu svo fá ein dæmi séu nefnd. Bæjarstjórn leggur til að hönnun jarðgangnanna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd jarðgangnanna verði á öðrum hluta samgönguáætlunar.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir mat samstarfsnefndar, að undangengnu umfangsmiklu samráði og greiningu, að það væri framfaraskref að sameina sveitarfélögin í eitt sveitarfélag. Þannig verður til öflugt sveitarfélag með sterkari rekstrargrundvöll sem getur bætt þjónustu við íbúa, með aukinn slagkraft.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Skipun kjörstjórnar fyrir væntanlega íbúakosningar um sameiningu

Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga skulu viðkomandi sveitarstjórnir sem stefna að sameiningu kjósa fulltrúa í sameiginlega kjörstjórn eftir nánara samkomulagi
þeirra. Miða skal við að hvert sveitarfélag hafi a.m.k. einn fulltrúa í kjörstjórn og að fjöldi nefndarmanna sé oddatala.

Samstarfsnefnd um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar óskar eftir því að sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar kjósi sameiginlega kjörstjórn fyrir væntanlegar íbúakosningar um sameiningar næsta haust sbr. 5. gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga. Lagt er til að kjörstjórn verði skipuð þremur fulltrúum og þremur til vara. Tveir fulltrúar og tveir til vara skulu koma úr Vesturbyggð og einn fulltrúi og einn til vara frá Tálknafjarðarhrepp.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Hafdís Rut Rudolfsdóttir og Finnbjörn Bjarnason verði aðalmenn og María Úlfarsdóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir varamenn í sameiginlegri kjörstjórn fyrir væntanlegar íbúakosningar um sameiningu næsta haust sbr. 5 gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn var tekinn fyrir á 963. fundi bæjarráðs.

Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fjárfestingum ársins.

Bókaðir eru inn styrkir vegna verkefna sem eru styrkt af fiskeldissjóði. Slökkvibifreið, geislatæki, viðbygging við leikskóla og Vatneyrarbúð. Styrkirnir eru samtals 69,2 m.kr.

Færð er viðbótarfjárfesting vegna kaupa á slökkvibifreið uppá 6,6 milljónir vegna breytinga á gengi og lokafrágangs.

Færð er fjárfesting vegna aðgengismála á bæjarskrifstofu uppá 7,8 m.kr og styrkur úr jöfnunarsjóði uppá 3,9 milljónir á móti. Nettó fjárfesting 3,9 milljónir.

Færð er viðbótarfjárfesting í hafnarsjóði uppá 10 milljónir.

Færð er viðbótarfjárfesting vegna kaupa á leiktækjum uppá 5,3 milljónir.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A og B hluta en handbært fé í A hluta hækkar um 48,1 m.kr og verðu 49 m.kr og handbært fé í A og B hækkar um 43,3 m.kr og verður 67,3 m.kr.

Til máls tók: Varaforseti

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2023 vegna áætlunar 2024 - 2027 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn staðfestir reglurnar

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Velferðarráð hefur endurskoðað reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Reglurnar voru teknar fyrir á 47. fundi ráðsins þar sem þeim var vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fjárhagsaðstoð, reglur

Velferðarráð hefur endurskoðað reglur um fjárhagsaðstoð. Reglurnar voru teknar fyrir á 47. fundi ráðsins þar sem þeim var vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Aðalstræti 19, Patreksfirði - fyrirspurn

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi íbúabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar, Athugasemdafrestur var til og með 14. júní. Fyrir liggur athugasemd sem barst með tölvupósti dagsettum 13. júní 2023. Gerð er athugasemd við stærð og hæð hússins, hvar bílastæði eiga að vera og hvernig áformin samræmast tillögu um verndarsvæði í byggð.

Að mati skipulags- og umhverfisráðs þá er hæð hússins í samræmi við hæð annarra húsa í húsaröðinni eins og sjá má í kynningargögnum. Grunnflötur húss stækkar um 12 m2 miðað við gildandi deiliskipulag og er því óveruleg stækkun. Gert er ráð fyrir að það nægi að vera með fjögur bílastæði fyrir húsið í heild sinni. Eitt á hverja íbúð á neðri hæð sem eru ca 50 m2 að stærð hver og tvö fyrir íbúð á efri hæð. Meðfram Aðalstræti eru 14 bílastæði sem hægt er að samnýta með öðrum húsum í húsaröðinni en einnig er mögulegt að koma fyrir 4-6 bílastæðum innan lóðar án vandkvæða. Skipulags- og umhverfisráð telur að útlit húss samræmist vel áformum um verndarsvæði í byggð enda húsið byggt í svipuðum stíl og passar vel inn í götumyndina.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 107. fundi ráðsins þar sem það leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim er gerðu athugasemd.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Göngustígur í Selárdal

Fyrir liggur óveruleg breyting á deiliskipulagi Selárdals. Breytingin gengur út að gert er ráð fyrir stíg sem liggja mun frá Brautarholti niður í fjöru.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 107. fundi sínum þar sem það heimilar að farið verði af stað í óverulega breytingu á deiliskipulaginu sem verði grenndarkynnt fyrir húseigendum í Selárdal og breytingin verði send Minjastofnun til umsagnar og óskað samþykkis landeiganda.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Hagabúð. umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir tengiveg.

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum aðkomuvegi að Hagabúð. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir legu vegarins ásamt samþykki landeiganda Haga og Breiðalækjar. Fyrir liggur einnig samþykki Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 107. fundi sínum þar sem það samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Grenndarkynningin var auglýst 2. júní með athugasemdafrest til 3. júlí, auglýsingatíminn var styttur þar sem umsagnir hagaðila bárust.

Breytingin gengur út á að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Samþykkt var á 48. fundi hafna- og atvinnumálaráðs þann 18. apríl 2023 að grenndarkynna breytinguna fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4 og Strandgötu 5, 6 og 7. Umsagnir bárust frá öllum aðilum.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með þeim athugasemdum er bárust er varðar eftirfarandi:

Framkvæmdaraðili skal tryggja að ekki sé hætta á að frárennsli frá vatnshreinsistöðinni renni yfir á lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins.

Framkvæmdaraðili skal girða af þann hluta lóðar er snýr að Kirkjutorgi með þéttri, snyrtilegri timburgirðingu til að milda sjónræn áhrif frá iðnaðarsvæðinu.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Sumarleyfi bæjarstjórnar

Varaforseti lagði fram tillögu um sumarleyfi bæjarstjórnar 2023. Með vísan til 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 558/2022, er lagt til að sumarfrí bæjarstjórnar verði frá 22. júní til og með 15. ágúst nk. og á þeim tíma hafi bæjarráð Vestubyggðar heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbygðar. Næsti fundar bæjarstjórnar er 16. ágúst nk.

Til máls tók: Varaforseti

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

12. Bæjarráð - 962

Lögð fram til kynningar fundargerð 962. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 23. maí 2023. Fundargerð er í 18 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Bæjarráð - 963

Lögð fram til kynningar fundargerð 963. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 13. júní 2023. Fundargerð er í 15 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Hafna- og atvinnumálaráð - 50

Lögð fram til kynningar fundargerð 50. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 15. júní 2023. Fundargerð er í 7 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Skipulags og umhverfisráð - 107

Lögð fram til kynningar fundargerð 107. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 15. júní 2023. Fundargerð er í 10 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Velferðarráð - 47

Lögð fram til kynningar fundargerð 47. fundar velferðaráðs, fundurinn var haldinn 25. maí 2023. Fundargerð er í 3 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30