Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #394

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 24. apríl 2024 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 394. fundar
miðvikudaginn 24. apríl 2024 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Ársreikningur 2023

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu. Bæjarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins Haraldi Erni Reynissyni.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2023 til seinni umræðu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fyrirkomulagi á vaktsíma vegna barnaverndar. Kostnaður vegna viðaukans eru 2.182 þúsund og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Viðaukinn hefur áhrif á handbært fé sem lækkar úr 50.982 þúsund í A hluta og verður 48.800 þúsund. Í A og B hluta lækkar handbært fé úr 110.795 þúsund í 108.613 þúsund.
Rekstrarniðurstaða í A hluta fer úr 22.334 þúsund í 20.152 þúsund. Í A og B huta fer rekstrarniðurstaðan úr 96.597 þúsund í 94.415 þúsund.

Bæjarráð tók viðaukann fyrir á 981. fundi sínum þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjartjórnar til staðfestingar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukan samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Skipan í kjörstjórnir

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að Edda Kristín Eiríksdóttir komi inn sem aðalmaður í yfirkjörstjórn í stað Hafdísar Rutar Rudolfsdóttir og Birna Hannesdóttir komi inn sem varamaður stað Eddu.

Hákon Bjarnason kemur inn sem aðalmaður í undirkjörstjórn í stað Eddu Kristínar á Barðaströnd og Elín Eyjólfsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Hákons.

Til máls tók:Forseti

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Reglur um stuðningsþjónustu

Reglum um stuðningsþjónustu lagðar fram. Sveitarfélögum er skilt að setja sér reglur um stuðningsþjónustu og hafa verið gefnar út leiðbeiningar þess efnis. Velferðarráð samþykkti reglurnar á 50. fundi sínum og vísaði þeim áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir reglurnar samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Óveruleg breyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði, dags. 11. apríl 2024. Tillagan felur í sér að sameiningu lóða við Bjarkargötu 10 og 12 í eina lóð. Á lóðinni verður heimilt að reisa eitt hús að hámarki 322 m2 með hámarkshæð 5,9 m. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

Á 117. fundi skipulags- og umhverfisráðs lagði ráðið til við bæjarstjórn að tillagan fengi málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið lagði til að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Urðargötu 15, 17, 19 og 21, Bjarkargötu 7, 8, 11.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir víkur af fundi undir dagskrárliðunum.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal breytinguna fyrir Urðargötu 15, 17, 19 og 21, Bjarkargötu 7, 8, 11.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kemur aftur inná fundinn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Tillaga að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða

Lagt er fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 5. apríl 2024, ásamt tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir Vestfirði.

Bæjarráð Vesturbyggðar tók erindið fyrir á 981. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulags- og matslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Forseti og AVR

Bæjarstjórn Vestugbyggðar að tilllögu bæjarráðs samþykkir skipulags- og matslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

7.

Lögð fram til kynningar fundargerð 980. fundi bæjarráðs, fundurinn var haldinn 26. mars 2024. Fundargerð er í 12 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8.

Lögð fram til kynningar fundargerð 981. fundi bæjarráðs, fundurinn var haldinn 16. apríl 2024. Fundargerð er í 16 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9.

Lögð fram til kynningar fundargerð 982. fundi bæjarráðs, fundurinn var haldinn 22. apríl 2024. Fundargerð er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10.

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 8. apríl 2024. Fundargerð er í 4 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11.

Lögð fram til kynningar fundargerð 117. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 17. apríl 2024. Fundargerð er í 2 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12.

Lögð fram til kynningar fundargerð 59. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 16. apríl 2024. Fundargerð er í 2 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð fram til kynningar fundargerð 50. fundar velferðaráðs, fundurinn var haldinn 28. mars 2024. Fundargerð er í 4 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:17