Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #2

Fundur haldinn í ráðhúsi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, 19. júní 2024 og hófst hann kl. 16:15

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) starfandi bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar kom saman til 2. fundar miðvikudaginn 19. júní 2024 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Nafn á sameinað sveitarfélag

Lagðar fyrir niðurstöður könnunar meðal íbúa um nafn á Sameinað sveitarfélag. Á 1. fundi bæjarstjórnar var ákveðið að unnin yrði skoðanankönnun meðal íbúa um nafn á nýtt sveitarfélag þar sem kosið yrði á milli nafnanna:

Barðsbyggð
Kópsbyggð
Látrabyggð
Suðurfjarðabyggð
Tálknabyggð
Vesturbyggð

Könnunin fór fram í gegnum vefinn betraisland.is

347 manns greiddu atkvæði í könnuninni og eru niðurstöður þannig að 90,5% völdu nafnið Vesturbyggð. Það nafn sem fékk næstflest atkvæði var nafnið Suðurfjarðabyggð sem fékk 5,5% atkvæða.

Lagt er til að nafn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar verði Vesturbyggð.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt með sex atkvæðum, Jóhann Örn Hreiðarsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ráðning bæjarstjóra

Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri vék af fundi undir liðnum.

Lagt er til að Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar verðin ráðin í embætti bæjarstjóra Sameinaðs sveitarfélags. Formanni bæjarráðs verði falið að ganga frá ráðningasamningi sem lagður verði fyrir bæjarráð til staðfestingar, í samræmi við heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. samþykktar um stjórn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbygðar.

Til máls tóku: Forseti og PV.

Samþykkt samhljóða.

Gerður Björk Sveinsdóttir kom aftur inná fundinn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Siðareglur kjörinna fulltrúa

Lagðar fyrir til samþykktar siðareglur kjörinna fulltrúa Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Erindisbréf


5. Gjaldskrár

Lögð fram tillaga um að gjaldskrár Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps haldi gildi sínu út fjárhagsárið 2024. Gjaldskrárnar voru samræmdar að mestu leyti við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Ef vafi leikur á um hvor gjaldskráin eigi að gilda þá gildir gjaldskrá Vesturbyggðar.

Til máls tók: Forseti

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Samþykktir og reglur Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar


7. Sumarleyfi bæjarstjórnar

Lögð fram tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar 2024. Með vísan til 3. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar nr. 410/2024, er lagt til að sumarleyfi bæjarstjórnar verði frá 20. júní til og með 20. ágúst nk. og á þeim tíma hafi bæjarráð heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. samþykktar um stjórn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbygðar. Næsti fundar bæjarstjórnar er 21. ágúst nk.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Fyrir liggur tillaga um að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla skv. 32. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 410/2024 til að skipa í þau ráð og nefndir sem ekki hefur verið skipað í af bæjarstjórn.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

9.

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 11. júní 2024. Fundargerðin er í 21 lið.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:23