Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #11

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. apríl 2025 og hófst hann kl. 16:15

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) varamaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 11. fundar miðvikudaginn 16. apríl 2025 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Friðbjörg Matthíasdóttir annar varaforseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Tryggvi Baldur Bjarnason hefur látið af störfum sem kjörinn fulltrúi og skipa þarf í þau ráð og nefndir sem hann átti sæti í.

Annar varaforseti leggur fram tillögu um að Þórkatla Soffía Ólafsdóttir skipi stöðu 1. varaforseta bæjarstjórnar í stað Tryggva B Bjarnasonar.

Samþykkt samhljóða

Til máls tók: annar varaforseti og varaforseti

Þórkatla tók við stjórn fundarins sem 1. varaforseti bæjarstjórnar

Varaforseti leggur til að Jenný Lára Magnadóttir komið inn sem fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn Patreksfjarðar og Friðbjörg Matthíasdóttir sem varamaður.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir komi inn sem fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn Arnarfjarðar og sem varamaður í heimastjórn Tálknafjarðar.

Jóhann Ágústsson verði formaður skipulags- og framkvæmdaráðs, Páll Vilhjálmsson komi inn sem aðalmaður og Jónas Snæbjörnsson sem varamaður.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Tálknafjarðarvegur 617

Á 9. fundi heimastjórnar Tálknafjarðar sem haldinn var þann 3. apríl sl. var tekið fyrir svar Vegagerðarinnar við erindi heimastjórnar Tálknafjarðar varðandi viðhald á Tálknafjarðarvegi 617.

Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að miðað við núverandi fjárveitingar munu allir þeir fjármunir sem fást í viðhald til þjónustustöðvarinnar á Patreksfirði fara í viðhald á malarkafla á Örlygshafnarvegi í tengslum við sólmyrkvann á næsta ári og ekki sé á áætlun að sinna viðhaldi á Tálknafjarðarvegi 617 fyrr á á árinu 2029. Jafnframt standi ekki til að fara í endurbætur á Ketildalavegi 619 fyrr en árin 2027-2028 og Rauðasandsvegi 614 í kjölfarið af því, sökum skorts á fjármagni til málaflokksins.

Til máls tóku: varaforseti og annar varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að unnið sé að útbótum á Örlygshafnarvegi og tekur heilshugar undir bókun heimastjórnar Tálknafjarðar varðandi Tálknafjarðarveg 617.

Fram kemur í svari Vegargerðarinnar að ekki sé á áætlun miðað við núverandi fjármagn að viðhalda þeim malarvegum sem liggja að okkar helstu ferðamannastöðum, til að mynda Rauðasandi og Selárdal, fyrr en á árunum 2027-2029 og telur bæjarstjórn það með öllu óásættanlegt.

Ferðaþjónusta hefur verið í hröðum vexti í sveitarfélaginu og aukinn þungi umferðar fer um þessa vegi ár hvert. Bæjarstjórn telur því mikilvægt að þessum vegum sé viðhaldið og þeir boðlegir þeim vegfarendum sem þar aka um.

Bæjarstjórn harmar það að Vegagerðin skuli ekki geta mætt þeirri viðhaldsþörf sem sannarlega er til staðar víðsvegar í sveitarfélaginu, sérstaklega á malarvegum sem liggja að okkar helstu ferðamannastöðum.

Bæjarstjórn skorar því á stjórnvöld að veita meira fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á malarvegum í sveitarfélaginu þar til þeir verða byggðir upp að fullu, til að tryggja að bæði íbúar og gestir geti notið þess að ferðast á öruggan hátt um svæðið.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

3. Bæjarráð - 21

Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 25. mars 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Bæjarráð - 22

Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 8. apríl 2025. Fundargerðin er í 10 liðum.

Til máls tók: varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Skipulags- og framkvæmdaráð - 9

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 26. fmars 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Umhverfis- og loftslagsráð - 8

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar umhverfis- og loftlagsráðs, fundurinn var haldinn 24. mars 2025. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tók: varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Heimastjórn Patreksfjarðar - 9

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 1. apríl 2025. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tók: varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Heimastjórn Tálknafjarðar - 9

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 3. apríl 2025. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Heimastjórn Arnarfjarðar - 9

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 9. apríl 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps - 9

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps, fundurinn var haldinn 10. apríl 2025. Fundargerðin er í 9 liðum.

Til máls tók: varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:23