Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 28. maí 2025 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
- Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri
2. Ársreikningur 2024
Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2024.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2024 til seinni umræðu.
3. Fjárhagsáætlun 2026
Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2025 vegna áætlunar 2026 - 2029 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn staðfestir reglurnar.
4. Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar
Lagður fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025.
Viðauki 3 er lagður fram vegna endurgerðar götunnar Móatúns í Tálknafirði en ekki náðist að ljúka verkinu á síðasta ári kr 12 milljónir. Götuhönnunar á Stekkum Patreksfirði 2,6 milljónir og varmadæluhúss við Bíldudalsskóla 4,5 milljónir. Samtals 19,1 milljón.
Viðaukanum er mætt með lántöku.
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A og B hluta.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
Fundargerðir til kynningar
5. Bæjarráð - 23
Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 29. apríl 2025. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Forseti, JÖH og bæjarstjóri.
6. Bæjarráð - 24
Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 15. maí 2025. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Forseti
7. Bæjarráð - 25
ögð fram til kynningar fundargerð 25. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 26. maí 2025. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Forseti
8. Skipulags- og framkvæmdaráð - 10
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 29. apríl 2025. Fundargerðin er í 8 liðum
Til máls tók: Forseti
9. Fjölskylduráð - 9
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 14. apríl 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Forseti
10. Fjölskylduráð - 10
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 19. maí 2025. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Forseti og ÞSÓ
11. Umhverfis- og loftslagsráð - 9
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar umhverfis- og loftlagsráðs, fundurinn var haldinn 19. maí 2025. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Forseti
12. Heimastjórn Tálknafjarðar - 10
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 8. maí 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Forseti
13. Heimastjórn Arnarfjarðar - 10
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 14. maí 2025. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Forseti
14. Heimastjórn Patreksfjarðar - 10
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 7. maí 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til mál tók: Forseti
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:01
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 12. fundar miðvikudaginn 28. maí 2025 kl. 16:30 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Í upphafi fundar bað forseti fundarmenn um að minnast Sigurjóns Páls Haukssonar varamanns í heimastjórn Patreksfjarðar, menningarfrumkvöðuls og athafnamanns með einnar mínútnu þögn.