Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #15

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. ágúst 2025 og hófst hann kl. 16:28

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 15. fundar miðvikudaginn 20. ágúst 2025 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: forseti og bæjarstjóri.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Nýtt byggðarmerki

Samþykkt var á 9. fundi bæjarstjórnar þann 19. febrúar sl. að farið yrði í hönnunarsamkeppni fyrir nýtt byggðarmerki Vesturbyggðar. Keppnin var auglýst þann 28. maí sl. og frestur til að senda inn tillögu var til og með 8. júlí s.l. Keppnin var opin og fór fram í nafnleynd. Alls bárust 56 tillögur innan tilgreinds skilafrests sem uppfylltu skilyrði keppnislýsingar.

Dómnefnd skipuðu Birta Ósmann Þórhallsdóttir, Greipur Gíslason og Guðmundur Oddur Magnússon. Dómnefnd fundaði þann 7. ágúst s.l. Tillaga nr. #67278 hlaut öll greidd atkvæði í lokaatkvæðagreiðslu dómnefndar og samþykkt var að hún yrði send til bæjarstjórnar sem tillaga dómnefndar að nýju byggðarmerki fyrir sveitarfélagið. Dómnefnd leggur til að merkið verði samþykkt í núverandi mynd og sent í fullnaðarvinnslu.

Lýsing höfundar á byggðarmerkinu er eftirfarandi:
Byggðarmerkið er leikur að sjónrænu formi, sem bæði minnir á öldur og er um leið teikning af firði á milli fjallahlíða.

Úr forminu má einnig lesa bókstafinn V, sem tilvísun í nafn sveitarfélagsins.

Merkið kinkar ennfremur kolli til þess merkis sem er talið vera elsta skjaldarmerki Íslands, frá 1258. Merkið var þverröndótt með 6 bláum röndum á silfur skildi.

Til máls tóku: forseti og PV.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða tillögu dómnefndar að nýju byggðamerki fyrir Vesturbyggð.

Bæjarstjórn þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem sendu inn tillögur í keppnina, jafnframt er dómnefnd þakkað fyrir sín störf. Sérstakar þakkir fær Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar fyrir gott utan umhald og vandaða vinnu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ályktun um ástand vega

Bæjarstjórn lýsir yfir verulegum áhyggjum af ástandi malarvega í Vesturbyggð, sérstaklega aðkomu að helstu ferðamannastöðum. Nú er svo komið að verði ekkert gert þurfi að ákveða hvort rétt sé að loka umferð um þá.

Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld og Vegagerðina eindregið til þess að bregðast við með nauðsynlegum fjárveitingum og úrbótum til þess að tryggja aðgengi að þessum svæðum.

Bæjarstjórn bendir jafnframt á að þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sem mun sjást lengst á þessu svæði og er þegar fyrirséð að þúsundir gesta muni leggja leið sína til svæðisins í því skyni að fylgjast með þessu einstaka fyrirbæri. Nauðsynlegt er að vegir og aðstaða verði í stakk búin til að taka á móti þeim fjölda sem von er á.

Til máls tók: forseti.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

4. Bæjarráð - 27

Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 24. júní 2025. Fundargerðin er í 12 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Bæjarráð - 28

Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 8. júlí 2025. Fundargerðin er í 10 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Bæjarráð - 29

Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 12. ágúst 2025. Fundargerðin er í fimm liðum.

Til máls tók: forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Skipulags- og framkvæmdaráð - 12

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 25. júní 2025. Fundargerðin er í fjórum liðum.

Til máls tók: forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Skipulags- og framkvæmdaráð - 13

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 30. júlí 2025. Fundargerðin er í níu liðum.

Til máls tók: forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Heimastjórn Tálknafjarðar - 12

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 12. ágúst 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Heimastjórn Patreksfjarðar - 12

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 6. ágúst sl. Fundargerðin er í fimm liðum.

Til máls tók: forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Heimastjórn Arnarfjarðar - 12

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 13. ágúst sl. Funargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps - 12

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps, fundurinn var haldinn 14. ágúst sl. Fundargerðinn er í fimm liðum.

Til máls tók: forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:42