Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. september 2025 og hófst hann kl. 16:19
Nefndarmenn
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
2. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir
Páll Vilhjálmsson hefur óskað eftir lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi. Skipa þarf í hans stað í þau ráð og nefndir sem hann átti sæti í.
Til máls tók: Forseti
Jón Árnason tekur sæti aðalmanns í bæjarstjórn.
Forseti leggur til að Þórkatla Soffía Ólafsdóttir taki sæti formanns bæjarráðs og Jón Árnason sem varamaður inní bæjarráð.
Gunnþórunn Bender taki sæti aðalmanns í fjölskylduráði og Thelma Dögg Theodórsdóttir til vara.
Aðalsteinn Magnússon taki sæti aðalmanns í skipulags- og framkvæmdaráði og Hlynur Freyr Halldórsson til vara.
Jenný Lára Magnadóttir taki sæti varamanns í öldrunarráði
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir taki sæti sem formaður stjórnar Minjasafns Egils Ólafssonar og Jón Árnason til vara.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir taki sæti varamanns í stjórn Vestur-Botns.
Samþykkt samhljóða.
3. Skipan varafulltrúa í innviðanefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga
Jón Árnason tekur sæti Páls Vilhjálmssonar sem formaður innviðanefndar Fjórðungssambands Vestfirðina og skipa þarf inn nýjan varafulltrúa í nefndina.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn tilnefnir Gunnþórunni Bender í sæti varafulltrúa í innviðanefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga.
4. Velferðarþjónusta Vestfjarða
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi um velferðarþjónustu Vestfjarða.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 32. fundi sínum þann 9. september sl. að samningurinn yrði samþykktur.
Til mál tóku: Forseti og bæjarstjóri
Bæjarstjórn samþykktir samninginn samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
5. Bæjarráð - 30
Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 26. ágúst 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til mál tók: Forseti
6. Bæjarráð - 31
Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 3. september 2025. Fundargerðin er í 1 lið.
Til mál tók: Forseti
7. Bæjarráð - 32
Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. september 2025. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til mál tók: Forseti
8. Heimastjórn Patreksfjarðar - 13
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 3. september 2025. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til mál tók: Forseti
9. Heimastjórn Tálknafjarðar - 13
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 9. september 2025. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Forseti
10. Heimastjórn Arnarfjarðar - 13
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar Heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 10. september 2025. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til mál tók: Forseti
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:32
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 16. fundar fimmtudaginn 18. september 2025 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 3 málsnr. 2509047 Skipan varafulltrúa í innviðanefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga. Dagskrárliðið 3-10 færast niður um einn lið og verða númer 4-11.
Samþykkt samhljóða.
Í upphafi fundar bað forseti fundarmenn um að minnast Vilborgar Kristínar Jónsdóttur ljósmóður og heiðursborgara Vesturbyggar með einnar mínútu þögn.