Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. október 2025 og hófst hann kl. 16:15
Nefndarmenn
- Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
- Gunnþórunn Bender (GB) forseti
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri
2. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir
Símon F Símonarson hefur tilkynnt flutning úr sveitarfélaginu og óskar af þeim sökum um lausn frá störfum sem kjörstjórnarmaður í undirkjörstjórn Patreksfjarðar skv. 3.mgr. 17. gr. kosningarlaga nr. 112/2021 og sem fulltrúi í öldrunarráði skv. 2. mgr. 43.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Einnig hefur Kristján Arason flust úr sveitarfélaginu og skipa þarf í hans stað í undirkjörstjórn Patreksfjarðar á grundvelli sömu laga.
Tillaga liggur fyrir um að Kristín Bergþóra Pálsdóttir komi inn sem aðalmaður í undirkjörstjórn Patreksfjarðar og að Þorgerður Erla Jónsdóttir komi inn sem aðalmaður í öldrunaráð í stað Símonar og Ásdís Ásgeirsdóttir komi inn sem aðalmaður í undirkjörstjórn Patreksfjarðar í stað Kristjáns.
Til mál tók: Forseti
Borið upp til samþykkar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
4. Bæjarráð - 33
Lögð fram til kynningar fundargerð 33. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 23. september 2025. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tóku: Forseti, JÖH, ÞSÓ og bæjarstjóri
5. Bæjarráð - 34
Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 7. október 2025. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Forseti
6. Skipulags- og framkvæmdaráð - 14
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 24. september 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tóku: Forseti, FRP, bæjarstjóri og JÁ
7. Heimastjórn Patreksfjarðar - 14
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 30. september 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Forseti
8. Heimastjórn Tálknafjarðar - 14
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 2. október 2025. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Forseti, JÖH og bæjarstjóri
Bæjarstjórn tekur undir bókun heimastjórnar Tálknafjarðar varðandi Tálknafjarðarveg og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:48
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 17. fundar miðvikudaginn 15. október 2025 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Forseti setti fundinn.