Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #18

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. nóvember 2025 og hófst hann kl. 16:15

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) varamaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) varamaður
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 18. fundar þriðjudaginn 25. nóvember 2025 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir varaforseti kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.

Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2026, auk 3ja ára áætlun fyrir árin 2027-2029.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2026 og 3ja ára áætlun 2027-2029 til seinni umræðu sem verður í desember.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer22

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlunn 2026 - gjaldskrár

Lagðar fyrir í fyrri umræðu gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2026.

Gjaldastuðlar á árinu 2026 eru eftirfarandi:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,21%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,21%
Fráveitugjald annað húsnæði 0,50%
Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 2,50%
Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn vísar gjaldskrám 2026 til seinni umræðu sem verður í desember

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Álagningarhlutfall útsvars 2026

Lögð fyrir tillaga bæjarráðs frá 38. fundi ráðsins þar sem lagt er til að álagningarhlutfall útsvars haldist óbreytt frá fyrra ári í 14,97%

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs að útsvarshlutfall fyrir 2026 haldist óbreytt frá fyrra ári í 14,97%

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2025. Viðauki 6 er lagður fram vegna kaupa á húsgögnum og lausum búnaði fyrir Bíldudalsskóla 16,5 milljónir.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A hluta, né A og B hluta. Handbært fé lækkar um 16,5 milljónir og verður í A hluta 16,7 milljónir og í A og B hluta 83,7 milljónir.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Skipan nýs aðalmanns samkvæmt niðurstöðum kosninga vorið 2024 í heimastjórn Arnarfjarðar í stað Valdimars B. Ottóssonar sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.

Til máls tóku: Varaforseti og FM

Bæjarstjórn skipar Jón Þórðarson sem aðalmann í heimastjórn Arnarfjarðar og Tryggva Baldur Bjarnason sem annan varamann í samræmi við niðurstöður kosninga.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar

Lögð fyrir tillaga að breytingu á stjórn Vesturbyggðar þar sem umhverfis- og loftlagsráð og skipulags- og framkvæmdaráð verða sameinaðar undir nýju ráði umhverfis- og skipulagsráðs.
Bæjarráð samþykkti breytinguna á 39. fundi sínum þann 19. nóvember sl. og vísaði henni til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

Til máls tóku: Varaforseti og FRP

Bæjarstjórn vísar breytingu á stjórn Vesturbyggðar til seinni umræðu sem verður í desember.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Samningur um styrk til almenningssamgangna - Vegagerðin

Lagt fram svar Vegagerðarinnar varðandi styrk vegna almenningssamgangna í Vesturbyggð.

Í svarinu kemur fram að Vegagerðin muni ekki lengur styrkja almenningssamgöngur í Vesturbyggð eins og verið hefur frá árinu 2019 og ekki verði greiddur styrkur fyrir árið 2025, á grundvelli þess að Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur séu nú eitt sveitarfélag.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir harðlega ákvörðun Vegagerðarinnar um að synja um styrk til almenningssamgangna í sveitarfélaginu fyrir árið 2025. Bæjarstjórn telur ákvörðunina bæði ósanngjarna og ósamræmanlega markmiðum stjórnvalda um eflingu byggða og sameiningu sveitarfélaga.

Það er óásættanlegt að rekstrarform almenningssamgangna, sem hafa starfað samfellt á sunnanverðum Vestfjörðum í gegnum samstarf tveggja sveitarfélaga, skuli nú skyndilega teljast utan verksviðs Vegagerðarinnar eingöngu vegna þess að sveitarfélögin hafi sameinast. Með þessari ákvörðun er sveitarfélaginu í reynd refsað fyrir að fylgja stefnu stjórnvalda um hagræðingu, sameiningar og bættan rekstrargrundvöll sveitarfélaga.

Bæjarstjórn vekur athygli á því að sú þjónusta sem styrkt var á árunum 2019-2024 hefur verið óbreytt að efni og umfangi. Í bréfi Vegagerðarinnar koma engin efnisleg rök fyrir því að styrkir, sem áður voru taldir nauðsynlegir og réttlætanlegir, falli nú utan ramma stofnunarinnar. Það er bæði ósanngjarnt og í andstöðu við yfirlýsta stefnu ríkisins að synja um styrk til sama verkefnis eingöngu vegna formbreytingar í stjórnsýslu sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að ákvörðun Vegagerðarinnar verði endurskoðuð án tafar og að framlag til almenningssamgangna í Vesturbyggð verði tryggt á sama grundvelli og undanfarin ár. Jafnframt áskilur bæjarstjórn sér rétt til að óska eftir formlegum viðræðum við innviðaráðuneytið, enda hefur ákvörðunin bein áhrif á byggðasjónarmið, þjónustustig og réttláta meðferð sveitarfélaga sem fylgja leiðbeiningum stjórnvalda um sameiningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Brothættar byggðir - Tálknafjörður

Lögð fram bókun Heimastjórnar Tálknafjarðar þar sem hún leggur til við bæjarstjórn að sækja um í verkefnið brothættar byggðir fyrir Tálknafjörð, bókunin er svohljóðandi:

Heimastjórn Tálknafjarðar lýsir áhyggjum sínum af samdrætti í atvinnulífi í Tálknafirði og fábreytni þess þar sem tilfinnanlega vantar fleiri störf og fjölbreyttari fyrir fólk á öllum aldri. Verkefnið Brothættar byggðir hefur hjálpað byggðarlögum í vanda víða um land til að eflast og ná samstöðu heimamanna um að efla byggðaranda samfélagsins og taka höndum saman við að ná tökum á vanda samfélaganna. Heimastjórn Tálknafjarðar telur miklar líkur á að sú vinna sem unnin er undir merkjum Brothættra byggða geti eflt og styrkt samfélagið í Tálknafirði til að snúa við þeirri þróun sem hefur verið undanfarin ár. Með styrkara samfélagi verður Tálknafjörður áfram áhugaverður búsetukostur fyrir ungt fólk sem tilbúið er að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar og eflingar atvinnulífs og samfélags. Heimastjórn Tálknafjarðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að sækja um í verkefnið Brothættar byggðir hjá Byggðastofnun fyrir Tálknafjörð til að efla samfélagið í Tálknafirði með samstilltu átaki heimamanna og stjórnvalda.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn tekur undir bókun heimastjórnar Tálknafjarðar og felur bæjarstjóra að sækja um í verkefnið brothættar byggðir fyrir Tálknafjörð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Viðauki 2026 við samning um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags 19. nóvember sl. þar sem þess er óskað að gerður verði viðauki við samning um rekstur náttúrustofu Vestfjarða til eins árs þar sem ekki liggur fyrir afstaða ráðuneytisins varðandi náttúrustofnanir og stjórnskipulag þeirra enn til skoðunar. Gildistími samnings verði því til ársloka 2026 í stað ársloka 2025.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann en minnir jafnfram á mikilvægi þess að staðið sé vörð um rekstur náttúrustofa á landsbyggðinni.
Vesturbyggð leggur áherslu á að öflugar rannsóknir séu unnar á Vestfjörðum og að sú þekking sem skapast með rannsóknunum verði til staðar á svæðinu til að þær nýtist samfélögunum sem best. Náttúrustofa Vestfjarða hefur skipað lykilhlutverk í rannsóknarstörfum sem unnin eru á Vestfjörðum og teljum við framtíð þeirra mikilvæga fyrir Vestfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

11. Bæjarráð - 35

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 14. október 2025. Fundargerðin er í 11 liðum.

Til máls tóku: Varaforseti og FRP

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Bæjarráð - 36

Lögð fram til kynningar fundargerð 36. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 21. október 2025. Fundargerðin er í 9 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Bæjarráð - 37

Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 28. október 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tóku: Varaforseti, JÖH og bæjarstjóri

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Bæjarráð - 38

Lögð fram til kynningar fundargerð 38. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 11. nóvember 2025. Fundargerðin er í 12 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Heimastjórn Arnarfjarðar - 14

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 13. nóvember 2025. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Heimastjórn Tálknafjarðar - 15

Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 6. nóvember 2025. Fundargerðin er í 2 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Umhverfis- og loftslagsráð - 12

Lögð fram til kynningar fundargerð 12 fundar umhverfis- og loftlagsráðs, fundurinn var haldinn 17. nóvember 2025. fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Umhverfis- og loftslagsráð - 11

Lögð fram til kynningar fundargerð 11 fundar umhverfis- og loftlagsráðs, fundurinn var haldinn 8. ágúst 2025. fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Umhverfis- og loftslagsráð - 10

Lögð fram til kynningar fundargerð 10 fundar umhverfis- og loftlagsráðs, fundurinn var haldinn 16. júní 2025. fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Fjölskylduráð - 12

Lögð fram til kynningar fundargerð 12 fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 1. nseptember 2025. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Fjölskylduráð - 13

Lögð fram til kynningar fundargerð 13 fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 13. október 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Fjölskylduráð - 14

Lögð fram til kynningar fundargerð 14 fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 3. nóvember 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Fjölskylduráð - 1

Lögð fram til kynningar fundargerð 1 fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 19. júní 2024. Fundargerðin er í 10 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Fasteignafélagið 101 Tálknafjörður - Aðalfundur

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Fasteignafélagsins 101 Tálknafjörður, fundurinn var haldinn 23. september 2025. Fundargerðin er í 2 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


25. Fasteignir Vesturbyggðar - 82

Lögð fram til kynningar fundargerð 82 fundar Fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 23. september 2025. Fundargerðin er í 2 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


26. Skipulags- og framkvæmdaráð - 11

Lögð fram til kynningar fundargerð 11 fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 28. maí 2025. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55