Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #19

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. desember 2025 og hófst hann kl. 17:18

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) forseti
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Guðlaug Sigurrós Björnsdóttir (GSB)
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 19. fundar fimmtudaginn 11. nóvember 2025 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 7 málsnr. 2510152 Landsbankinn -yfirdráttur og liður 8 málsnr.2512032 Samgönguáætlun 2026-2040. Dagskrárliðið 7-11 færast niður um tvo liði og verða númer 9-13.
Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Málsnúmer14

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2026 ásamt 3ja ára áætlun 2027-2029.

Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 181,9 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmlega 166,7 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmar 15,2 millj. kr. Veltufé frá rekstri er um 233 millj. kr. Fjárfestingar eru 255,2 millj.kr. og afborganir langtímalána 270,5 millj.kr.

Rekstur A - og B - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 286,1 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 205,9 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 80,2 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 378,7 millj.kr. Fjárfestingar eru 530,6 millj.kr., afborganir langtímalána 322,9 millj.kr. og lántökur 455 millj.kr.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.

Málsnúmer23

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2026 - gjaldskrár

Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2026.

Til máls tók: Forseti

Forseti bar gjaldskrárnar upp til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2026

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar

Lögð fyrir til seinni umræðu tillaga að breytingu á stjórn Vesturbyggðar þar sem umhverfis- og loftlagsráð og skipulags- og framkvæmdaráð verða sameinaðar undir nýju ráði umhverfis- og skipulagsráðs.

Á 15. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var lagt til að núverandi nefndir starfi út kjörtímabilið og nýtt sameinað ráð taki til starfa eftir kosningar. Einnig var lagt til að nafn nýja ráðsins verði skipulags- og umhverfisráð í stað umhverfis- og skipulagsráðs.

Til máls tóku: Forseti og FM

Forseti ber tillöguna með athugasemdur skipulags- og framkvæmdaráðs upp til samþykktar.

Samþykkt með 4 atkvæðum, FM, MHK og GSB sátu hjá.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Óskað eftir tilnefningum í Farsældarráð Vestfjarða

Ósk um tilnefningar í farsældarráð Vestfjarða

Forseti leggur til að eftirfarandi tilnefningar í farsældarráð Vestfjarða fyrir hönd Vesturbyggðar:

Magnús Arnar Sveinbjörnsson sviðstjóri fjölskyldusviðs
Lilja Rut Rúnarsdóttir sem fulltrúi skólastjórnenda
Lilja Sigurðardóttir sem fulltrúi foreldra
Gunnþórunn Bender sem fulltrúi kjörinna fulltrúa

í stjórn farsældarráð:
Magnús Arnar Sveinbjörnsson sviðstjóri fjölskyldusviðs

Til máls tók: Forseti

Borið upp til samþykktar
samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Svæðisskipulag Vestfjarða auglýsingatillaga

Lagt fram erindi frá Vestfjarðastofu, f.h. Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, dags. 19. nóvember 2025, varðandi beiðni um samþykki bæjarstjórnar á auglýsingu tillögu að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050. Samhliða er lögð fram tillaga til auglýsingar Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050, skýrsla um stöðumat, skýrsla um umhverfismat og minnisblað um þróun tillögu að svæðisskipulagi. Bæjarráð tók erindin fyrir á 40. fundi sínum og gerði ekki athugasemd við tillöguna og vísaði henni áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Til máls tók: Forseti

Borið upp til samþykktar
samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Landsbankinn - yfirdráttur

Heimild yfirdráttar hjá Landsbankanum hf. er í dag kr. 40 milljónir króna. Tillaga liggur fyrir um hækkun á yfirdráttarheimild á veltureikningi sveitarfélagsins um kr. 60 milljónir þannig að heimild verði kr 100 milljónir. Margar stórar framkvæmdir eru í gangi hjá sveitarfélaginu og er hækkunin hugsuð til að mæta sveiflun í fjárhag.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

borið upp til samþykktar
samþykkt samhjóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Samgönguáætlun 2026-2040

Á 41. fundi bæjarráðs þann 9. desember sl. voru drög að samgönguáætlun 2026 - 2040 tekin til umfjöllunar.

Forseti leggur til að bæjarstjórn taki undir bókun bæjarráðs og geri hana að sinni.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar framlögðum drögum að samgönguáætlun og lýsir ánægju sinni með þær áherslur sem þar koma fram fyrir sunnanverða Vestfirði. Drögin endurspegla mikilvægi þess að efla samgöngur á svæðinu, styrkja stoðir atvinnulífs og bæta búsetuskilyrði íbúa.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán séu meðal forgangsverkefna. Slík mannvirki munu hafa afgerandi jákvæð áhrif á öryggi, þjónustuaðgengi, atvinnuuppbyggingu og tengingu byggðalaga á sunnanverðum Vestfjörðum. Engum jarðgöngum er til að dreifa á sunnanverðum Vestfjörðum og ekki aðrar samgönguleiðir í boði fyrir íbúa en aka yfir fjallvegi alla daga allt árið um kring, til að sækja þjónustu og vinnu. Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarnanna til að íbúar og fyrirtæki geti notað grunnþjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu. Má í því sambandi benda á sjúkraflug á flugvöllinn á Bíldudal en þangað er yfir tvo erfiða fjallavegi að fara frá Patreksfirði.

Jafnframt lýsir bæjarstjórn sérstakri ánægju með áform um vinnu við Bíldudalsveg og að sú framkvæmd verði í beinu framhaldi af framkvæmdum við Dynjandisheiði, enda er um að ræða afar mikilvægar samgöngubætur fyrir samfélög og atvinnurekstur á svæðinu. Brýnt er þó að flýta því verki eins og kostur er, því framkvæmdin mun ekki nýtast sem sú heilsárs samgöngubót sem nauðsynlegt er, fyrr en hún er fullkláruð, en samkvæmt drögunum eru verklok ekki áætluð fyrr en 2035.

Varðandi framlög úr hafnabótasjóði bendir bæjarstjórn á að stórskipakantur á Patreksfirði er ekki inni í drögunum. Samkvæmt tillögu að verkefnum sem sveitarfélagið lagði áherslu á og sendi Vegagerðinni, þá er það verkefni í forgangi hjá sveitarfélaginu og var inn í ósamþykktri samgönguáætlun frá 2024.Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá sveitarfélaginu um að hverfa frá þeirri framkvæmd, enda er slík framkvæmd gríðarlega mikilvæg forsenda þess að öflug atvinnustarfsemi byggist upp á höfnum sveitarfélagsins og auki tekjumöguleika hafnanna. Bæjarstjórn vill jafnframt vekja athygli á því að aðgengi að höfninni á Patreksfirði er erfitt og þröngt þar sem núverandi hafnarkantur er umsetinn, m.a. vegna umfangsmikillar starfssemi við þjónustu við fiskeldi. Með nýjum stórskipakanti og endurbótum á aðstöðu væri hægt að bæta aðgengi stærri skipa og nýtingu hafnarinnar, ásamt því að auka verulega rekstraröryggi og skapa sterkari forsendur fyrir vexti, meðal annars með nýjum tækifærum til strandsiglinga .

Mikilvægt er að auka framlög til hafnabótasjóðs til að tryggja fjármögnun nauðsynlegra hafnarframkvæmda.
Bæjarstjórn saknar þess að í drögunum séu ekki tilgreind áform um bætt hindranaljós eða aðflugsljós við Bíldudalsflugvöll. Slík lýsing er nauðsynleg til að flugmenn geti betur áttað sig á aðstæðum þegar flogið er til og frá vellinum í myrkri, sérstaklega hvað varðar sjúkraflug. Í umhverfi flugvallarins eru afar fá ljós þar sem hann er staðsettur utan byggðar, og hamlar það möguleikum til öruggs sjúkraflugs. Vesturbyggð hefur ítrekað bent á þessa þörf, meðal annars með formlegum ábendingum frá bæði heimastjórn Arnarfjarðar og bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Að lokum hvetur bæjarstjórn til þess að vinnan við samgönguáætlun leiði til endanlegrar og skýrri áætlunar með tryggu fjármagni til þeirra framkvæmda sem lýst er, þar sem þær eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar, öryggis og jákvæðrar byggðaþróunar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Til máls tók: Forseti
Samþykkt samhljóða

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

9. Bæjarráð - 39

Lögð fram til kynningar fundargerð 39. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 19. nóvember 2025. Fundargerðin er í 9 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Bæjarráð - 40

Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 4. desember 2025. Fundargerðin er í 9 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Heimastjórn Arnarfjarðar - 15

Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 4. desember 2025. Fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Heimastjórn Patreksfjarðar - 15

Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 3. desember 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Skipulags- og framkvæmdaráð - 15

Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 26. nóvember 2025. Fundargerðin er í 13 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:06