Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #20

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. janúar 2026 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) forseti
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) varamaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 20. fundar miðvikudaginn 21. janúar 2026 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 6 málsnr. 2510062 Endurskoðun húsnæðisáætlana 2026 verði tekinn af dagskrá og liður 6 málsnr. 2512068 Orkubú Vestfjarða- Rafmagnsleysi og tjón af því, bætist inn. Jafnframt bætist liður 14. málsnr. 2512009F Heimastjórn Arnarfjarðar -16 við til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20252026 - Bíldudalur - Brjánslækur - Patreksfjörður - Tálknafjörður - Vesturbyggð

Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins dags. 18.desember 2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026.

Til máls tók: Forseti

Forseti afhendir varaforseta fundarstjórn

Forseti og JLM véku af fundi

Á fiskveiðiárinu 2025/2026 eru til úthlutunar til byggðarkvóta 285 tonn á Tálknafirði, 15 tonn á Patreksfirði, 15 tonn á Bíldudal og 15 tonn á Brjánslæk, þessu til viðbótar eru eftirstöðvar af úthlutun byggðakvóta 2024/2025 195,63 tonn á Tálknafirði, 13,24 tonn á Patreksfirði, 14,43 tonn á Bíldudal og 3,63 tonn á Brjánslæk. Samtals eru því í sveitarfélaginu 557,02 tonn af byggðarkvóta til úthlutunar.

Byggðarkvóti er ætlaður til stuðnings við byggðarlög sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski.

Undanfarin ár hefur ekki tekist að fullnýta þann byggðakvóta sem til úthlutunar hefur verið í sveitarfélaginu og hefur talsvert magn verið flutt á milli ára, á yfirstandandi fiskveiðiári flytjast 227,02 tonn frá fyrra fiskveiðiári milli ára. Á síðasta fiskveiðiári var seld úr sveitarfélaginu útgerð sem sótti 63% af úthlutuðum byggðakvóta á Tálknafirði eða um 155 tonn, aðrir bátar á Tálknafirði sóttu samtals um 93 tonn af byggðakvóta. Á yfirstandandi fiskveiðiári eru 480,63 tonn til úthlutunar á Tálknafirði.

Í ljósi ofangreinds eru lagðar til sérreglur í Vesturbyggð varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026. Með reglunum vill bæjarstjórn reyna að tryggja að byggðakvóti falli ekki niður og hann nýtist sem best fyrir sveitarfélagið í heild ásamt því að tryggja að hægt sé að sækja sem mest og landa á Tálknafirði, í samræmi við heildarúthlutun.

Varaforseti leggur til eftirfarandi sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð á fiskveiðiárinu 2025/2026.
Varðandi almenn skilyrði þá er lagt til að í stað byggðarlags í staflið b. og c. í 1. gr almennra reglna komi sveitarfélag. Þá er lagt til í sérreglunum að 50% byggðakvótans sem úthlutað er til Tálknafjarðar verði jafnskipt á milli þeirra fiskiskipa sem sækja um byggðakvóta í Tálknafirði og eru skráð innan byggðarlagsins, eða um 240 tonn. Öll önnur fiskiskip innan sveitarfélagsins hafi svo sama rétt til annars byggðarkvóta sem úthlutað er innan sveitarfélagsins óháð byggðarlagi eftir neðangreindum reglum og er byggðarkvótinn hugsaður sem einn pottur fyrir atvinnusóknarsvæðið í heild að undanskyldum 1. lið. Með reglunum er einnig reynt að stilla úthlutun af svo sem flestir geti átt rétt á og nýtt byggðarkvóta.

Aðrar reglur eru eftirfarandi:
1. 50% af heildarúthlutun byggðakvóta Tálknafjarðar skal jafnskipt á milli báta sem skráðir eru í Tálknafirði 1. júlí 2025. Byggðakvóta sem úthlutað er samkvæmt þessum lið ber að landa innan byggðarlagsins Tálknafirði til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2026. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, skal eftirstöðvum þess hluta byggðakvótans jafnt skipt á milli annarra umsækjenda.

2. 80% af eftirstöðvum heildarbyggðakvóta sveitarfélagsins, að lokinni skiptingu samkvæmt lið 1, skal skipt hlutfallslega á milli umsækjenda sem skráðir eru í sveitarfélaginu 1. júlí 2025 miðað við allan landaðan afla í sveitarfélaginu á fiskveiðiárinu 2024/2025. Ekkert einstaka fiskiskip skal þó fá meira en 50% af þeim 80% sem úthlutað er samkvæmt þessum lið.

3. 20% af eftirstöðvum heildarbyggðakvóta sveitarfélagsins, að lokinni skiptingu samkvæmt lið 1, skal jafndreift á umsækjendur sem skráðir eru í sveitarfélaginu 1. júlí 2025.

4. Hámarksúthlutun byggðakvóta samkvæmt framangreindu má ekki vera meiri en heildarafli viðkomandi fiskiskips á undangengnu fiskveiðiári. Reynist úthlutun samkvæmt ofangreindum reiknireglum hærri en heildarafli einstakra fiskiskipa, skal umframmagninu dreift á aðra umsækjendur samkvæmt veiðireynslu fiskveiðiársins 2024/2025.

5. Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telst til byggðakvóta samkvæmt liðum 2-4 til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2026.

Samþykkt samhljóða.

Forseti og JLM komu aftur inn á fundinn
Forseti tekur við fundarstjórn

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2026

Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2026 ásamt menningarstyrkjum Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.

Efnislega eru ekki gerðar breytingar frá árinu áður, en uppfærð í samræmi við fjárhagsáætlun 2026 og afsláttur hækkaður í samræmi við aðrar breytingar á gjaldskrám.

Til mál tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða þær reglur sem lagðar eru fram hér um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2026.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Lántökur ársins 2026

Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2026 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 455 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2026 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2026 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2026 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lántökuna á árinu 2026 og samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf. kt. 580406-1100, veð í tekjum sínum til tryggingar lánum á árinu 2026, sbr. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Jafnframt er Gerði Björk Sveinsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 210177-4699 og Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kt. 110280-3789 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Velferðarþjónusta Vestfjarða

Lagður fyrir til staðfestingar viðauki I við samning um velferðaþjónustu Vestfjarða.

Bæjarráð samþykkti viðaukann á 43. fundi sínum þann 13. janúar sl. og vísaði honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Til mál tók Forseti.

Bæjarstjórn staðfestir viðaukann.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Orkubú Vestfjarða - Rafmagnsleysi og tjón af því

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar telur að rafmagnsleysi líkt og það sem varð 11. og 31. desember sl. þar sem grunninnviðir bregðast og varaafl er annarsvegar ekki til staðar eða virkar ekki sem skylda óásættanlegt. Það leiði ítrekað til þess að fjarskipti falli niður og að íbúar og þjónustuaðilar sitji eftir án rafmagns og öruggs sambands. Slík staða hefur veruleg áhrif á öryggi, daglegt líf og starfsemi og undirstrikar veikleika í grunninnviðum.

Þá telur bæjarstjórn nauðsynlegt að verklag um upplýsingagjöf til íbúa verði bætt verulega. Við aðstæður sem þær sem upp komu þarf að tryggja að íbúar fái greinagóðar upplýsingar um stöðu mála, vænta framvindu og nauðsynlegar ráðstafanir. Jafnframt er mikilvægt að íbúar fái skýringar á því hvað gerðist og hvernig hefur verið brugðist við því. Skýr upplýsingagjöf er lykilatriði til að draga úr óvissu og tryggja traust íbúa á viðbrögðum ábyrgðaraðila.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

7. Bæjarráð - 41

Lögð fram til kynningar fundargerð 41. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. desember 2025. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Bæjarráð - 42

Lögð fram til kynningar fundargerð 42. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 18. desember 2025. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Bæjarráð - 43

Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 13. janúar 2026. Fundargerðin er í 13 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Bæjarráð - 44

Lögð fram til kynningar fundargerð 44. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 20. janúar 2026. Fundargerðin er í 10 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Heimastjórn Patreksfjarðar - 16

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 7. janúar 2026. Fundargerðin er í 3 liðum.

til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Heimastjórn Tálknafjarðar - 16

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 8. janúar 2026. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Skipulags- og framkvæmdaráð - 16

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 18. desember 2025. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Heimastjórn Arnarfjarðar - 16

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 14. janúar 2026. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:22