Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #67

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn mál

1. Aðalfundur Fasteigna Vesturbyggðar 2018

Formaður setur fundinn og kannar hvort að það séu athugasemdir við boðaðan fund. Svo er ekki.
Formaður leggur til að Gerður Björk Sveinsdóttir riti fundinn og Guðný Sigurðarsdóttir stýri fundinum. Er það samþykkt samhljóða.

Lagður fram ársreikningur Fasteigna Vesturbyggðar ehf fyrir 2017 og skýrsla stjórnar.
Afkoma félagsins var neikvæð um 3,3 millj.kr. Rekstrartekjur voru 30,2 millj.kr. og rekstrarútgjöld 33,5 millj.kr. þar af fjármagnsgjöld 7,9 millj.kr. Langtímaskuldir í árslok námu 159 millj.kr. og höfðu lækkað um 3 millj.kr. á milli ára.

Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar samþykkir ársreikninginn.

Stjórn félagsins gerir ekki tillögu um arðgreiðslu til hluthafa á árinu 2018 vegna ársins 2017 en vísað er til ársreikningsins um jöfnun taps og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum á árinu.

Framkvæmdastjóra falið að senda undirritaðan ársreikning til Ríkisskattstjóra.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Önnur mál - FV

Framkvæmdastjóri leggur til nýja stjórn Fasteigna Vesturbyggðar sem skipa:

Aðalstjórn
Guðný Sigurðardóttir
Egill Össurarson
Jónas Heiðar Birgisson

Varamenn
Jón Árnason
Friðbjörg Matthíasdóttir
María Ósk Óskarsdóttir

Framkvæmdastjóra falið að ganga frá tilkynningum til Fyrirtækjaskrár

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15