Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. janúar 2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
- Magnús Arnar Sveinbjörnsson sviðsstjóri
Almenn erindi
1. Gjaldskrár og skráningardagar í leikskólum og frístund
Mál frá síðasta fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð leggur til að tímarnir milli 14 og 16 verði með sama hætti og í leikskólunum, þ.e. að hægt sé að skrá börn sérstaklega í frístund á þeim tíma.
2. Fjarkennsla barna á Barðaströnd
Erindi frá formanni heimastjórnar fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps sem lagt var fram á 6. fundi heimastjórnar þann 16.01.2025 og vísað var til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð leggur til að formaður ráðsins fundi með foreldrum barna á Barðaströnd ásamt bæjarstjóra, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra Patreksskóla og ásættanlegar lausnir fundnar.
3. Menntun á framhaldsskólastigi á sunnanverðum Vestfjörðum
Minnisblað varðandi framhaldsskólnám á sunnanverðum Vestfjörðum lagt fram.
Lagt fram minnisblað frá 2024 og rætt um menntun á framhaldsskólastigi. Fjölskylduráð hvetur bæjarstjórn til að halda samtali um námssetur áfram og óska eftir fundi með nýjum ráðherra.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan. Páll Vilhjálmsson boðaði forföll og Gunnþórunn Bender varamaður sat fundinn í hans stað.