Hoppa yfir valmynd

Fjölskylduráð #6

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. janúar 2025 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Magnús Arnar Sveinbjörnsson sviðsstjóri

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan. Páll Vilhjálmsson boðaði forföll og Gunnþórunn Bender varamaður sat fundinn í hans stað.

Almenn erindi

1. Gjaldskrár og skráningardagar í leikskólum og frístund

Mál frá síðasta fundi fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð leggur til að tímarnir milli 14 og 16 verði með sama hætti og í leikskólunum, þ.e. að hægt sé að skrá börn sérstaklega í frístund á þeim tíma.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjarkennsla barna á Barðaströnd

Erindi frá formanni heimastjórnar fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps sem lagt var fram á 6. fundi heimastjórnar þann 16.01.2025 og vísað var til fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð leggur til að formaður ráðsins fundi með foreldrum barna á Barðaströnd ásamt bæjarstjóra, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra Patreksskóla og ásættanlegar lausnir fundnar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Menntun á framhaldsskólastigi á sunnanverðum Vestfjörðum

Minnisblað varðandi framhaldsskólnám á sunnanverðum Vestfjörðum lagt fram.

Lagt fram minnisblað frá 2024 og rætt um menntun á framhaldsskólastigi. Fjölskylduráð hvetur bæjarstjórn til að halda samtali um námssetur áfram og óska eftir fundi með nýjum ráðherra.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Öryggi skólabarna frá Barðaströnd

Upplýsingar um vindmælingar á Barðaströnd vegna öryggis skólabarna á Barðaströnd, erindi frá heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps, viðbrögð bæjarráðs og svar frá Vegagerðinni.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00