Hoppa yfir valmynd

Fjölskylduráð #13

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. október 2025 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Magnús Arnar Sveinbjörnsson () ritari

Fundargerð ritaði
  • Magnús Arnar Sveinbjörnsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Almenn erindi

1. Starfsáætlanir grunnskóla 2025-2026

Kynning á starfsáætlunum í grunnskólum Vesturbyggðar fyrir skólaárið 2025-2026

Jónína Helga Sigurðardóttir Berg, skólastjóri Patreksskóla, tók sæti undir þessum lið ásamt Rakel Guðfinnsdóttur, skólastjóra Tálknafjarðarskóla og Lilju Rut Rúnarsdóttur, skólastjóra Bíldudalsskóla sem báðar tóku þáttt gegnum fjarfundabúnað.
Skólastjórar kynntu starfsáætlanir grunnskólanna fyrir veturinn 2025-2026. Starfsáætlanirnar hafa verið unnar í nánu samstarfi og eru nú að mestu eins í skólunum þremur.
Fjölskylduráð þakkar skólastjórum fyrir kynninguna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Íþrótta- og tómstundamál

Formaður fjölskylduráðs kynnti stöðu vinnu við stefnumótun í íþrótta- og tómastundamálum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fyrirspurn vegna NPA

Lagt fram bréf til allra sveitarfélaga með fyrirspurn um biðtíma eftir notendastýrðri persónulegri
aðstoð (NPA)

Bréf með fyrirspurn frá Öryrkjabandalagi Íslands kynnt. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs mun svara erindinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Starfsáætlun Tónlistarskóla Vesturbyggðar 2025-2026

Kynning á starfsáætlun Tónlistarskóla Vesturbyggðar 2025-2026.

Kristín Mjöll Jakobsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar tók sæti undir þessum lið og kynnti starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 20025-2026. Starfið í vetur verður með svipuðu sniði og áður en stór viðburður verður í vor þegar Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla verður haldin á Patreksfirði.
Fjölskylduráð þakkar skólstjóra fyrir kynninguna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Mat á starfsáætlun Tónlistarskóla Vesturbyggðar 2024-2025

Kynning á mati á starfsáætlun Tónlistarskóla Vesturbyggðar 2024-2025

Kristín Mjöll Jakobsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar tók sæti undir þessum lið og kynnti mt á starfsáætlun skólans fyrir þetta skólaár.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Farsældarstyrkir

Styrkir mennta- og barnamálaráðuneytis til sveitarfélaga í þágu farsældar barna kynntir.

Vesturbyggð hlaut styrk til tveggja ára frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til áframhaldandi innleiðingar á Heillasporum í grunn- og leikskólum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum fengu sams konar styrk til forvarnaraðgerða og mun Vestfjarðastofa leiða þá vinnu.
Fjölskylduráð fagnar þessum góðu styrkveitingum í þágu farsældar barna í Vesturbyggð og á Vestfjörðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Niðurstöður úr könnun á öryggi barna í bíl

Niðurstöður úr könnun á öryggi barna í bíl

Kynntar niðurstöður könnunar á öryggi barna í bíl 2025. Fjölskylduráð fagnar því að niðurstöður frá Arakletti eru betri en árið 2023. Fjölskylduráð vill jafnframt þakka Slysavarnadeildinni Unni fyrir framkvæmd könnunar á Patreksfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00