Hoppa yfir valmynd

Fjölskylduráð #14

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. nóvember 2025 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Magnús Arnar Sveinbjörnsson () ritari

Fundargerð ritaði
  • Magnús Arnar Sveinbjörnsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Almenn erindi

1. Skráningardagar í leik- og grunnskólum

Farið yfir skráningardaga í leik- og grunnskólum.

Rætt um nýtingu á skráningardögum og skráningar eftir 14 á föstudögum. Mikilvægt þykir að bjóða upp á skráningar á virkum dögum yfir jól og ármót til að mæta þörfum foreldra.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Íþróttaskóli

Farið yfir samstarf Patreksskóla og Íþróttafélagsins Harðar um Íþróttaskóla.

Farið yfir stöðu Íþróttaskóla á Patreksfirði. Íþróttafélagið Hörður býður upp á Íþróttaskóla þrisvar í viku fyrir börn af Klifi og úr 1.-4. bekkjum Patreksskóla. Rætt verður við íþróttafélögin á Tálknafirði og Bíldudal um möguleika á sambærilegu samstarfi þar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Nýjar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra á
þjónustusvæðum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggðar
og félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps lagðar fram til samþykktar.

Fjölskylduráð samþykkir reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Málinu verður vísað til bæjarstjórnar þar sem fjölskylduráð leggur til að reglurnar verði samþykktar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Íþrótta- og tómstundamál

Farið yfir stöðu vinnu við gerð íþróttastefnu.

Rætt um stöðu verkefnisins. Farið yfir þætti sem tilheyra íþrótta- og tómstundamálum og til umræðu er að fari á fjárhagsáætlun næsta árs.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ

Lagt fram til kynningar áskoranir frá 54. Sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Fosshóteli í Stykkishólmi, dagana 10. ? 12. október.

Erindið kynnt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00