Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #21

Fundur haldinn í Birkimelsskóli, 15. mars 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri.

Skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar Nanna Sjöfn boðaði forföll.
Samráðsfundur með foreldrum/forráðamönnum á Barðaströnd barna á leik- og grunnskólaaldri skólaárið 2016-2017.
Gestir fundarins voru: Ingvar Sigurgeirsson, skólaráðgjafi, Nanna Áslaug Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, Ásgeir Sveinsson, bæjarfu

Almenn erindi

1. Málefni Birkimelsskóla

Vísað er í bókun bæjarstjórnar á 293. fundi 24. febrúar sl. um framtíð skólastarfs í Birkimelsskóla:
"Fyrir liggur að einungis tvö börn verði á grunnskólaaldri á Barðaströnd á næsta skólaári og því er rétt að taka skólahald á Birkimel til skoðunar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannaðar verði allar mögulegar leiðir, t.d. heima- og fjarkennsla eða blandað fyrirkomulag. Ef til lokunar kæmi, líkt og fram kom í stefnuræðu bæjarstjórnar við fjárhagsáætlun 2016, verður sú ákvörðun tekin til endurskoðunar ef forsendur breytast. Ekki stendur til að leggja skólann niður eða selja húsnæðið enda fullur skilningur bæjarstjórnar á aðstæðum á Barðaströnd.
Bæjarstjórn hefur óskað eftir aðkomu Ingvars Sigurgeirssonar, skólaráðgjafa við ákvarðanatöku um Birkimelsskóla og áframhaldandi fyrirkomulag. Fyrirhugaður er fundur bæjarráðs, fræðslu- og æskulýðsráðs og Ingvars Sigurgeirssonar með foreldrum barna á leik- og grunnskólaaldri á Barðaströnd."

Fundurinn í Birkimelsskóla var lokaður upplýsinga- og samráðfundur aðila máls eða foreldra barna á Barðaströnd, sem verða á leik- og grunnskólaaldri skólaárið 2016-2017.
Almennt var á fundinum rætt um íbúaþróunina á Barðaströnd og hugsanlega flutninga ungs fólks þangað, um skólastarfið í Birkimelsskóla, möguleika á að grunnskólaskyld börn á Barðaströnd sæki skóla á Patreksfirði, um fjarkennslu og heimakennslu, um skólaakstur milli Barðastrandar og Patreksfjarðar, um leikskólavist og dagmæður á Barðaströnd, sem hafi starfsemi í Birkimelsskóla, svo og um blandaða sveigjanlega leið kennslu í Birkimelsskóla og Patreksskóla.

Fullur skilningur fræðsluráðs er á mikilvægi skólans sem er ein af forsendum þess að ungt barnafólk vilji flytja á staðinn og þeim sérstöku aðstæðum sem nú eru uppi á á Barðaströnd. Ef til lokunar kæmi, líkt og fram kom í stefnuræðu bæjarstjórnar við fjárhagsáætlun 2016, yrði sú ákvörðun tekin til endurskoðunar ef forsendur breytast. Ekki stendur til hjá núverandi bæjarstjórn né er vilji til þess í fræðsluráði að leggja skólann niður eða selja húsnæðið. Vonir standa til hjá íbúum og bæjarfulltrúum að yngra fólk flytji á svæðið og börnum fjölgi aftur í byggðalaginu, og er mikilvægt að skólinn sé tryggður ef forsendur breytast og börnum á skólaaldri fjölgi aftur í sveitinni.

Í framhaldi af fundinum mun Ingvar Sigurgeirsson vinna úr þeim tillögum sem fram komu í samráði við fræðsluráð, foreldra og skólastjórnendur Grunnskóla Vesturbyggðar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15