Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir Fræðslustjóri
Almenn erindi
1. Sumarleyfi á leikskólum
Lagt er til að lokað verði í 4 vikur en tíminn hafður rúllandi milli ára. Sett fram skipulag til ársins 2022. Sumarið 2017 verður sumarlokun 17.júlí - 14.ágúst. Samþykkt samhljóða
2. Ytra mat Grunnskóla Vesturbyggðar
Ytra mat fer fram í grunnskólum Vesturbyggðar. Fyrirtækið Ráðrík hefur verið ráðið til verksins. Umfangsmikið mat fer fram í febrúar.
3. Lengd viðvera-reglur um vistun
Samþykkt að setja inn í reglur um lengda viðveru sömu viðurlög um gjalddaga og gilda fyrir greiðslur í mötuneytinu. Að gjalddagi greiðsluseðils sé 1. hvers mánaðar. Dráttarvextir reiknast frá þeim degi og sé vistun enn ógreidd 30. sama mánaðar falli vistunarsamningur sjálfkrafa niður næsta mánuð á eftir og þar til skuldin er greidd. Rætt var að miða við lágmarksfjölda barna í Lengdu viðverunni.
4. Reglur um námsstyrki starfsmanna Vesturbyggðar
Til kynningar
6. Upplýsingar um leikskóla á Íslandi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:08