Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. febrúar 2017 og hófst hann kl. 15:00
Fundargerð ritaði
- Gerður B. Sveinsdóttir formaður
Almenn erindi
1. Skólastefna Vesturbyggðar
Rætt um skólastefnu Vesturbyggðar og stöðu innleiðingar á henni.
Ræddar voru hugmyndir um hugsanlega þróun í leikskólamálum í sveitarfélaginu í ljósi þess að leikskólastjóri er að hætta vegna aldurs. Meðal annars var rædd um hvort reka ætti skólana í óbreyttri mynd, hvort stjórnendur ættu að vera staðsettir á sitthvorum staðnum eða mögulega sameiningu Tjarnarbrekku við Bíldudalsskóla.
Ingvar Sigurgeirsson, skólaráðgjafi fór yfir málið með ráðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:55