Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. maí 2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir formaður
Almenn erindi
1. Skólamál á Bíldudal
Hugmynd að sameiningu grunn- og leikskóla á Bíldudal kom fyrst fram í vinnu við gerð Skólastefnu Vesturbyggðar. Haldinn var íbúafundur á Bíldudal 25. apríl síðastliðinn þar sem kostir og gallar mögulegrar sameiningar voru ræddir. Í kjölfarið skiluðu skólaráð Bíldudals, foreldrafélög Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku inn áliti. Álitin voru öll jákvæð í garð sameiningar. Fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar leggur til við Bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur sameiningar Grunn- og leikskóla á Bíldudal og stefnt skuli að því að sameiningu verði lokið fyrir 1. ágúst nk.
Samþykkt samhljóða.
2. Ytra mat Grunnskóla Vesturbyggðar
Gústaf Gústafsson fór yfir framkvæmd ytra mats sem unnið var við Patreksskóla og Bíldudalsskóla í vor. Niðurstaða matsins mun liggja fyrir á næstu misserum.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:22