Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #86

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. mars 2023 og hófst hann kl. 11:00

Nefndarmenn
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
  • Bergdís Þrastardóttir (BÞ) embættismaður
  • Ingibjörg Haraldsdóttir (IH) áheyrnafulltrúi
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) áheyrnafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Gunnþórunn Bender formaður

Almenn erindi

1. Starfsáætlun Fræðslu- og æskulýðsráðs

Sviðsstjóri fór yfir skipulag skólaþjónustu er varðar nýtt vinnulag vegna laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna þar sem allir skólarnir á sunnanverðum Vestfjörðum vinna saman. Skólastjórarnir fóru yfir stöðu sérfræðiþjónustu sem í boði er í skólunum og mönnun þeirra.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Patreksskóli, skólalóð endurnýjun og viðhald

Fyrirhugaðar eru breytingar á skólalóð við Patreksskóla þar sem fótboltavöllur verður settur með gervigrasi milli skólabygginga. Leiktæki á "hringtorgið" og ýmis viðhaldsverkefni. Leitað verður til Landmótunar með verkið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla, áframhaldandi vinna

Lögð fram skýrsla frá mennta- og barnamálaráðuneytinu um tilraunaverkefni unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga um úthlutun og nýtingu fjármagns til grunnskóla og hvernig stuðla mætti markvissar að snemmtækum stuðningi og forvörnum og auka hæfni menntakerfisins til að starfa á grundvelli jafnaðar, skilvirkni og hagkvæmni.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30