Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #90

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. janúar 2024 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
 • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
 • Gunnþórunn Bender (GB) formaður
 • Páll Vilhjálmsson (PV) varaformaður
 • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
 • Silja Baldvinsdóttir (SB) aðalmaður
Starfsmenn
 • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
 • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
 • Bergdís Þrastardóttir (BÞ) embættismaður
 • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
 • Lilja Rut Rúnarsdóttir (LRR) embættismaður

Fundargerð ritaði
 • Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Almenn erindi

1. Ungmennaráð Vesturbyggðar

Tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og sagði frá vinnu við að koma nýju Ungmennaráði Vesturbyggðar saman en hún hefur lagt sig fram við að fá ungmenni frá báðum grunnskólunum og á mismunandi aldri í ráðið eins og reglur Vesturbyggðar gera ráð fyrir. Einnig sagði hún frá áætlunum um ungmennaþing í Vesturbyggð.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Starfsáætlun Fræðslu- og æskulýðsráðs

Farið var yfir starfsáætlun Fræðslu- og æskulýðsráðs fyrir árið 2024 og er hún byggð á vinnuni sem var unnin í tengslum við skólastefnu Vesturbyggðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Menntastefna Vestfjarða

Drög að menntastefnu Vestfjarða lögð fram til kynningar. Vestfjarðastofa hefur verið í forsvari við vinnu að menntastefnu Vestfjarða og felur stefnan í sér sameiginlegar hugsjónir og áherslur íbúa á Vestfjörðum í menntunar-og færðslumálum. Stefnan nær til fjórðungins alls og er hún hugsuð sem heildræn sýn fyrir öll skólastig.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Innra mat í leikskólum

Leikskólastjóri Arakletts lagði fram starfsáætlun innra mats fyrir árið 2023-2024.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sveitafélagaskýrsla - Íslenska æskulýðsrannsóknin

Lögð fram til kynningar Íslenska æskulýðsrannsóknin. En Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta og barnamálaráðuneytið. Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um upplifun barna og ungmenna af ýmsum þáttum sem tengjast eigin velferð. Niðurstöður á hverjum tíma skapa aðstæður til að bregðast við snemmbæru inngripi og stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra eins og kveðið er á um í löggjöf um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Starfsáætlun Tónlistaskóla 2023 - 2024

Skólastjóri Tónlistaskóla Vesturbyggðar fór yfir starfsáætlun skólans.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Araklettur starfsáætlun 2023-2024

Skólastjóri Arakletts fór yfir starfsáætlun skólans.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30