Fundur haldinn í Aðalstræti 75, fundarsalur nefnda, 22. október 2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) varamaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) hafnarstjóri
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson Byggingarfulltrúi
Almenn mál
1. Ósk um heimild til að setja olíudælu á flotbryggju á Bíldudal.
Erindi frá Guðbjarti Þórðarsyni f.h. Olíuverslunar Íslands. Í erindinu er óskað heimildar til að setja niður olíudælu á flotbryggju við Bíldudalshöfn. Tankurinn er niðurgrafinn og er staðsettur ofan við landgang flotbryggjunnar.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að Olíuverslun Íslands verði heimilt að setja olíudælu á flotbryggju Bíldudalshafnar. Staðsetning olíudælu og lagna skal ákveða í samráði við hafnarvörð Bíldudalshafnar.
2. Bláfáni 2019
Davíð Rúnar Gunnarson kom inn á fundinn og fór yfir málefni bláfána verkefnisins. Vesturbyggð hefur verið handhafi bláfána í tveimur höfnum, Bíldudals- og Patrekshöfn undanfarin fjögur ár.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að sækja um bláfána fyrir Bíldudals- og Patrekshöfn fyrir 2019.
3. Siglingavernd yfirlit 2018
4. Samskip hf. Bíldudalshöfn - aðstaða.
Erindi frá Guðmundi Þ. Gunnarssyni f.h. Samskipa. Í erindinu eru kynnt áform um áætlunarsiglingar um Bíldudalshöfn sem áætlað er að hefjist 31.okt. Óskað er forgangs á höfninni milli 16:00 og 24:00 alla miðvikudaga, einnig er óskað eftir svæðum undir gáma sem og tæki á og við hafnarsvæði.
Hafna- og atvinnumálaráð tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að ræða við notendur um nýtingu hafnarinnar.
5. Cruise Europe - Aðild að Cruise Europe
6. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 1.455.000.- kr vegna kaupa á bifreið fyrir Patrekshöfn.
Hafnar- og atvinnumálaráð samþykkir viðaukann.
7. Fjárhagsáætlun 2019.
Hafnar- og atvinnumálaráð felur fundarritara að senda tillögur að sérgreindum verkefnum fjárhagsáætlunar 2019 til bæjarráðs.
8. Vesturbyggð - aðalskipulag 2018-2030.
Formaður hafna- og atvinnumálaráðs kynnti vinnu við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030 og hvatti nefndarmenn til að senda inn tillögur.
9. Hreinlætisaðstaða í Verðbúð á Patreksfirði
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að keyptur verði inn þurrkari, ofn og fleira smálegt í rýmið og kanna hvort samningar séu í gildi um þrif á aðstöðunni.
10. Gjaldtaka á fingurbryggju
Farið yfir gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir uppsátursvæði sem og básabryggju við Patrekshöfn. Hafna- og atvinnumálaráð telur að gjaldtaka á báðum stöðum sé hófleg.
11. Bílastæðamál á hafnarsvæðum.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að farið verði í skipulagningu bílastæða fyrir atvinnustarfsemi á hafnarsvæðum Vesturbyggðar.
12. Hreinsunarátak í Vesturbyggð
Rætt um umgengnismál á hafnarsvæðum Vesturbyggðar.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að farið verði í allsherjar hreinsunarátak innan sveitarfélagsins, jafnt á hafnarsvæðum sem annarsstaðar. Hafna- og atvinnumálaráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs og óskar eftir samtali/samvinnu um málið.
Mál til kynningar
13. Hafnasamband Íslands - Hafnasambandsþing.
Lagt fram fundarboð á Hafnarsambandsþing 25.-26. október 2018 sem haldið verður í Reykjavík. Fulltrúar Hafna Vesturbyggðar verða Hafnarstjóri, formaður hafna- og atvinnumálaráðs, forstöðumaður tæknideildar og hafnarvörður Bíldudalshafnar.
14. Hafnasamband Íslands, Fiskistofa - Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtunar og eftirlit.
Lagt fram til kynningar samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtunar og eftirlits með löndun sjávarafla milli Hafnarsambands Íslands og Fiskistofu.
15. Hafnasamband Íslands - Fundargerð stjórnar nr. 405
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:14