Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #9

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. júní 2019 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson Hafnarstjóri

Gísli Ægir Ágústsson og Valgerður Ingvadóttir boðuðu forföll og boðuðu ekki varamenn.

Almenn mál

1. Aukning á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði, Arnarlax - Ósk um umsögn

Lagt fram erindi Verkís hf. dags. 31. maí 2019 fyrir hönd Arnarlax hf. þar sem óskað er eftir athugasemdum frá Vesturbyggð við drög að tillögu að matsáætlun, vegna aukningar á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfiði um 4.500 tonn. Arnarlax hf hefur í dag starfs- og rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonna ársframleiðslu í Arnarfirði.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir ekki athugasemdir við drög Verkís að tillögu að matsáætlun um aukningu á framleiðslu Arnarlax hf á laxi á sjókvíum í Arnarfirði um 4.500 tonn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Leigusamningur. Verbúð v. Oddagötu - Sköpunarhúsið

Rætt um leigusamninga í Verbúð og styrk Vesturbyggðar til Sköpunarhúsins. Bæjarstjóra falið að boða forsvarsmenn Sköpunarhússins á næsta fund ráðsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

Lagt fram til kynningar endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030. Fyrirhugað er að halda aukafund með skipulags- og umhverfisráði og bæjarstjórn þann 19.júní vegna endurskoðunar aðalskipulags.

Málsnúmer14

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Samgönguáætlun 2020-2024 - tillögur hafnarsjóðs Vesturbyggðar

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 7.júní varðandi fimm ára samgönguáætlun 2020-2024. Bæjarstjóri kynnti tillögur að svari Hafna Vesturbyggðar um framlög til væntanlegra framkvæmda á vegum hafnanna á þessum tímabili.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögur og forgangsröðun skv. minnisblaði bæjarstjóra dags. 7.júní og vísar málinu áfram til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

5. Mv Sördyröy - Exemption from notification of delivery og ship-generated waste

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fundargerð nr. 413 - Hafnasamband Íslands

Lagt fram til kynningar fundargerð nr. 413 frá Hafnarsambandi Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20