Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #10

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. júlí 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) aðalmaður
  • Marteinn Þór Ásgeirsson (MÞÁ) varamaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Seatrade 2019, Hamborg.

Seatrade Europe ráðstefnan verður haldin í Hamborg 11-13. september í haust. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að senda einn til tvo fulltrúa á ráðstefnuna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Aðstaða fyrir farþegabát við Bíldudalshöfn

Erindi frá Jóni Þórðarsyni, Bíldudal. Í erindinu er óskað eftir að hafna- og atvinnumálaráð staðfesti leyfi til handa umsækjenda til að koma upp flotbryggju við innanverðan hafnargarðinn á Bíldudal, að umsækjenda verði heimilað að stækka landfyllingu neðan við íþróttahúsið á Bíldudal svo koma megi fyrir hefðbundinni flotbryggju innan við garðinn. Einnig er óskað leyfis til að grjótverja fyrirhugaða landfyllingu og að framkvæmdin verði unnin undir eftirliti og tilsögn hafnarstjóra.

Hafnarstjórn samþykkti á 159. fundi sínum sem haldinn var þann 9. maí 2018 að umsækjandi setti upp flotbryggju við innanverðan hafnargarðinn, sú bryggja átti að vera fest með föstum leiðurum í festur í hafnargarðinn.

Hafna- og atvinnumálaráð óskar eftir afstöðumynd af fyrirhugaðri flotbryggju sem og aðstöðuhúsi og öðru er tengist rekstrinum við flotbryggjuna. Afgreiðslu málsins er frestað.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.

Lagt fram bréf dags. 5. júlí s.l. frá Vegagerðinni með tillögu að töku tilboðs í verkið "Stálþil og festingar vegna framkvæmda við Bíldudal - lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants."

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögu Vegagerðarinnar að taka tilboði Guðmundar Arasonar ehf í verkið.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 61. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á vatnshreinsistöð á steinsteyptu plani við Strandgötu 10-12, Bíldudal. Vatnshreinsistöðin samanstendur af þremur 40ft gámum, einum 20ft gám, þremur tönkum og móttöku fyrir slóg. Tveir tankanna eru ætlaðir undir laxameltu og sá þriðji er jöfnunartankur fyrir vatnshreinsistöð. Vatnshreinsistöðinni er ætlað að hreinsa frárennsli frá laxaslátrun við Strandgötu 1 með þriggja þrepa vatnshreinsun sem endar á sótthreinsun með óson.

Áætlað byggingarmagn er umfram það byggingarmagn sem deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal heimilar á lóðinni, núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,13 sem er fullnýtt.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs sem metur sem svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hafnarteigs 4, Strandgötu 6 og 7. Ennfremur er óskað umsagnar Heilbrigðiseftirlits.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Hafnasjóður Vesturbyggðar - endurskoðun gjaldskrár.

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra vegna gjaldskrárbreytingar varðandi sorpgjöld fyrir notendur hafna Vesturbyggðar. Nauðsynlegt er að uppfæra gjaldskrá hafna Vesturbyggðar til að uppfylla kröfur reglugerðar nr.
586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum,
1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur). (Þessi reglugerð
ógildir reglugerð nr. 801/2004 um varnir gegn sorpmengun frá skipum).

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að vinna að tillögum að gjaldskrárbreytingum og kynna á næsta fundi hafna- og atvinnumálaráðs.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Ósk um samstarf - Villikettir

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri kom inn á fundinn.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá bæjarráði Vesturbyggðar. Lagt fram erindi Berglindar Kristjánsdóttur dags. 22. maí 2019 þar sem óskað er eftir samstarfi Vesturbyggðar við Villiketti um handsömun villikatta á Patreksfirði.

Óskað er eftir aðstöðu í Verbúðinni, Patrekshöfn. Óskað er eftir ca. 12 m2 herbergi í Verbúðinni.

Bæjarstjóri kynnti málið fyrir hafna- og atvinnumálaráði.

Hafna- og atvinnumálaráð telur að verbúðin sé ekki ákjósanleg staðsetning undir starfsemi Villikatta sökum annarrar starfsemi í húsinu. Ráðið felur hafnarstjóra í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að skoða hvort heppileg staðsetning sé til staðar í Straumnesi.

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri fór af fundi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra.

Hafnarstjóri fór yfir framkvæmdir á vegum hafnasjóðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

8. Röðun báta við bryggjur - erindi frá Siglingaráði

Lagt fram til kynningar erindi frá Siglingaráði varðandi röðun skipa og báta við bryggjur í höfnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00