Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #22

Fundur haldinn í fjarfundi, 17. ágúst 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Ósk um viðræður um gerð langtímasamnings um notkun og þjónustu hafna Vesturbyggðar

Valdimar B. Ottósson vék af fundi.

Tekið fyrir erindi Arnarlax hf. dags. 25. febrúar varðandi ósk fyrirtækisins eftir viðræðum um langtímasamning vegna þjónustu og notkunar hafna Vesturbyggðar. Erindið var tekið fyrir á 17. fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var þann 19. mars 2020, þar var óskað eftir kynningu á langtímaáformum fyrirtækisins. Forstjóri fyrirtækisins kynnti langtímaáform á 21. fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 13. júlí.

Hafna- og atvinnumálaráð telur með vísan til kynningar fyrirtækisins um langtímaáform, þá sé að svo stöddu ekki forsendur til viðræðna um langtímasamning skv. hafnalögum um þjónustu og notkun hafna Vesturbyggðar enda stendur nú yfir vinna við endurskoðun á ákvæðum hafnalaga sem ekki liggur fyrir hvenær muni ljúka.

Hafna- og atvinnumálaráð bendir ennfremur á að samkvæmt núgildandi gjaldskrá hafnasjóðs er nú þegar veittur afsláttur af aflagjöldum vegna fiskeldis.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnastjóra að svara framangreindu erindi.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Arctic Fish ehf. Aflagjöld 2020

Tekið fyrir erindi Arctic Fish ehf. varðandi ósk fyrirtækisins eftir viðræðum um langtímasamning vegna hafnagjalda, dags. 20. febrúar. Erindið var tekið fyrir á 17. fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var þann 19. mars 2020, þar var óskað eftir kynningu á langtímaáformum fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri fyrirtækisins kynnti langtímaáform fyrirtækisins á 19. fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 18. maí.

Hafna- og atvinnumálaráð telur með vísan til kynningar fyrirtækisins um langtímaáform, þá sé að svo stöddu ekki forsendur til viðræðna um langtímasamning skv. hafnalögum um hafnagjöld enda stendur nú yfir vinna við endurskoðun á ákvæðum hafnalaga sem ekki liggur fyrir hvenær muni ljúka.

Hafna- og atvinnumálaráð bendir ennfremur á að samkvæmt núgildandi gjaldskrá hafnasjóðs er nú þegar veittur afsláttur af aflagjöldum vegna fiskeldis.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnastjóra að svara framangreindu erindi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Vesturbyggð - Þjóðskógar

Erindi frá Vestfjarðastofu, 14. ágúst. Í erindinu er vakin athygli á möguleikum varðandi uppbyggingu nýrrar atvinnugreinar í Vesturbyggð sem myndi falla að umhverfismarkmiðum ríkisins, sveitarfélaga og sóknaráætlunar. Í erindinu er farið yfir möguleikann á þjóðskógi í Vestur-Botni og á svæðinu við golfvöllinn á Patreksfirði. Meta þyrfti hvort um væri að ræða nytjaskjóg til skógarhöggs eða nytjaskógur til beitar. Þar er fyrirhugað sumarbústaðaland og þar myndi skapast enn betra útivistarsvæði með göngustígum, bílastæðum og bættum aðbúnaði. Þjóðskógur myndi fjölga störfum, skapa störf á nýju sviði, bæta ímynd varðandi umhverfismál, efla innviðauppbyggingu í Vestur-Botni til framtíðar.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur vel í hugmyndina og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Arctic Protein. Umsókn um byggingarleyfi við Patrekshöfn.

Erindi frá Arctic Protein ehf, dags. 14. ágúst. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir steyptu plani, þremur tönkum fyrir meltu og húsi undir verkstæði og inntök vatns og rafmagns sem og leyfi fyrir 20ft gám til geymslu á maurasýru á lóð sem fyrirtækið hefur á leigu hjá Hafnasjóði á Patrekshöfn.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir byggingaráformin.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00