Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #30

Fundur haldinn í fjarfundi, 19. apríl 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Framkvæmdir hafnasjóðs Vesturbyggðar 2021

Á 29. fundi hafna - og atvinnumálaráðs var hafnarstjóra falið að kanna með áform Vegagerðarinnar um lagfæringar á vegi frá Brjánslækjarhöfn upp að þjóðvegi.

Hafnarstjóri upplýsti að Veggerðin hefði tilkynnt um að ekki stæði til að fara í neinar stórar lagfæringar á veginum.

Hafna- og atvinnumálaráð lýsir yfir áhyggjum af ástandi vegarins, vegurinn er illa farinn og er ein aðal aðkoman inn í sveitarfélagið fyrir bæði almenning sem og þungaflutninga. Ráðið hvetur Vegagerðina til að endurskoða málið og lagfæra veginn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sjávarútvegsskólinn 2021

Lagt fram erindi forstöðumanns Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri dags. 26. mars 2021. Í erindinu er óskað eftir stuðningi hafnasjóðs Vesturbyggðar við Sjávarútvegsskóla unga fólksins/fiskeldisskóla fyrir næsta sumar. Á komandi sumri er ætlunin að leggja meiri áherslu á að kynna fiskeldi fyrir nemendum.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000.- kr.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

Lögð fram til kynningar drög að breyttu deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Bíldudal. skipulagið nær yfir landfyllingu sem nú er í framkvæmd, í nýju skipulagi er gert ráð fyrir 5 nýjum byggingarlóðum á bilinu 800-1500 m2, rúmlega 3300 m2 geymslusvæði ásamt nýjum vegi að lóðunum.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umsókn um lóð á Bíldudalshöfn.

Erindi frá Jóni Þórðarsyni dags. 7. apríl 2021. Í erindinu er óskað eftir viðræðum um lóð fyrir varanlegt 100 fermetra hús á hafnarsvæðinu á Bíldudal til móttöku á fiski og þjónustu við fiskmóttöku. Þá er sótt um stöðuleyfi fyrir bráðabrigðarhúsi við höfnina á meðan umræða og afgreiðsla lóðarumsóknar er í ferli.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs fyrir 100m2 aðstöðu á hafnarsvæðinu, aðstöðuna skal staðsetja í samráði við hafnarstjóra.

Ráðið felur hafnarstjóra að kanna með líklegan stað á hafnarsvæðinu undir framtíðarstaðsetningu fyrir móttökuhús fyrir fisk og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Ársreikningur hafnasamband 2020

Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi hafnasambandsins fyrir árið 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

5. Fundargerð 433 fundar stjórnar Hafnarsamband Íslands

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 433. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05