Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #34

Fundur haldinn í fjarfundi, 16. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag

Tekin fyrir lýsing á deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, dagsett í nóvember 2021.

Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um byggðina og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni s.s. stækkun hafnargarðs til að bæta smábátaaðstöðu, uppbygging þjónustu í tengslum við ferðamenn ásamt annarri uppbyggingu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti skipulagslýsinguna á 90. fundi sínum þann 15. nóvember.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir skipulagslýsinguna m.v. umræður á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk

Tekin fyrir skýrsla Hafnarsjóðs Vesturbyggðar dagsett í nóvember 2021. Um er að ræða fyrirspurn um matskyldu, skv. 6 greina laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í fyrirspurninni er farið þess á leit við Skipulagsstofnun að ákveða hvort bygging smábátahafnar sé háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti greinagerðina á 90. fundi sínum þann 15. nóvember.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar sbr. 19. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ósk um húsaleigusamning - v. aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað á Brjánslæk

Erindi frá Sýn hf. dags. 2. nóvember 2021. Í erindinu er óskað eftir gerð leigusamnings vegna fjarskiptabúnaðar í eigu félagsins sem staðsettur er í masturshúsi á Brjánslæk.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að ganga frá leigusamningi við Sýn hf.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Vörugeymsla Patrekshöfn - forkaupsréttur

Tekið fyrir erindi dags 29. október frá Odda hf þess efnis hvort Hafnasjóður Vesturbyggðar muni nýta sér forkaupsrétt skv. lóðarleigusamningi að fasteigninni "Vörugeymsla á Vatneyri" fasteignanr. 212-4129.

Hafna- og atvinnumálaráð staðfestir að Hafnasjóður Vesturbyggðar muni ekki nýta sér forkaupsrétt og felur hafnarstjóra að ganga frá undirritun höfnunar á að nýta forkaupsrétt sinn að húsnæðinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Vörugeymsla Patrekshöfn, umsókn um framlengingu lóðarleigusamnings.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 90. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar. Erindi frá Odda hf, dags. 29. október 2021. Í erindinu er óskað eftir framlenginu á lóðarleigusamningi undir eignina "Vörugeymsla á Vatneyri" sem félagið festi nýlega kaup á.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að framlengingin verði samþykkt.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir framlenginu á lóðarleigusamningi, forkaupsréttarákvæði skal áfram vera í samningi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fjárhagsáætlun 2022-2025

Hafnastjóri fór yfir tillögu að breytingum á Gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir 2022.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögur að breytingunum sem eru mestmegnis eru breytingar á orðalagi og leiðréttingar.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Tillögur að áætlunum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfisskýrslu

Lagt fram erindi dags. 22. október 2021 frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á því að tillögur að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu og fylgigögnum eru aðgengileg á samráðsgátt stjórnvalda, www.samradsgatt.is og hægt er að koma á framfæri athugasemdum varðandi umhverfisáhrif áætlunarinnar til og með 6. desember 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

8. Orkuskipti fóðurpramma á Íslandi - skýrsla

Lögð fram til kynningar skýrsla Bláma, orkuskipti fóðurpramma á Íslandi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Lúsameðhöndlun hjá Arctic Fish í Patreksfirði

Lagt fram til kynningar bréf Arctic Sea Farm varðandi lúsameðhöndlun Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Skv. bréfinu fór lúsameðhöndlun fram með Slice-lyfjablöndu í fóðri í viku frá og með 22. október s.l.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

10. Fundargerð 438 -stjórnar Hafnasambands Íslands

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 438. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:41