Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #39

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. apríl 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf í Arnarfirði auglýst

Valdimar B. Ottósson vék af fundi.

Lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 6. apríl 2022 þar sem vakin er athygli á tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Arnarfirði sem nú er í auglýsingu. Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax í Arnarfirði, breyting felur í sér stækkun og breytingu svæða sem eldið hefur verið á. Athugasemdafrestur er til 5. maí 2022.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir ekki athugasemd við breytingu starfsleyfisins.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 11. apríl 2022. Í erindinu eru tilkynntar niðurstöður útboðsins: Bíldudalur Steypt þekja.

Tilboð í verkið voru opnuð 5. apríl s.l, eftirfarandi tilboð bárust.
Geirnaglinn ehf: 104.471.000.- kr
Stapafell ehf: 87.042.600.- kr

Áætlaður verktakakostnaður var 71.580.400.- kr

Vegagerðin leggur til að hafna öllum tilboðum og ganga til samninga við lægstbjóðenda, Stapafell ehf.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að hafna öllum tilboðum og ganga til samninga við lægstbjóðenda, Stapafell ehf.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Brjánslækjarhöfn, niðurrif á trébryggju.

Hafnasjóður Vesturbyggðar setti í verðkönnun verkið "Brjánslækjarhöfn - Niðurrif trébryggju". Frestur til að skila inn verðum í verkið var til og með 11. apríl s.l. Tveir aðilar skiluðu inn verðum í verkið:

Búaðstoð ehf, Bolungarvík: 4.400.000.- kr m/vsk
Flakkarinn ehf, Brjánslæk: 5.242.116.- kr m/vsk

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tilboð lægstbjóðenda, Búaðstoð ehf.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjar, Brjánlækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2022. Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Orkubúi Vestfjarða, Breiðafjarðarnefnd, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Ekki hefur borist umsögn frá Minjastofnun þrátt fyrir ítrekun.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 94. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem borist hafa og þegar umsögn hefur borist frá Minjastofnun.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal. Breytingin felst í því að skilgreindar eru 6 nýjar lóðir en einnig breytingu á stærð tveggja lóða, Strandgötu 10-12 og Hafnarteigs 4.

Skipulags- og umhverfisráð bókað um málið á 94. fundi sínum að aðlaga þyrfti nýtingarhlutfall á Strandgötu 10-12 og Hafnarteig 4A til samræmis við nýjar lóðir á fyllingunni. Þá samþykkti Skipulags- og umhverfisráð ekki lið 4 í fylgiskjali með skipulagi og lagði til að orðalag verði á þann hátt að efnisval nýrra bygginga á fyllingu verði samræmt innan svæðis eins og kostur er.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögur skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 3. mgr. 40. gr og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

Settar fram tvær tillögur að útfærslu lóða fyrir athafnastarfsemi vegna breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem AT2 í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið á 94. fundi sínum:

"Varðandi skilmála fyrir lóðirnar þá skulu mænis- og þakhæðir taka mið af húsunum í kring.

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 með breyttu fyrirkomulagi á tveimur minnstu lóðunum þar sem þær eru sameinaðar í eina. Þá leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafna- og atvinnumálaráð að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf samhliða breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka."

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillöguna m.v. athugasemdir skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 og að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

7. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

Lögð fram til kynningar skýrsla Skipulagsstofnunar um samantekt á samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum dags. apríl 2022.

Skipulagsstofnun vinnur að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði í umboði svæðisráðs sem skipað er samkvæmt lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Um gerð skipulagsins gilda lög um skipulag haf og strandsvæða og reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags. Strandsvæðisskipulagið er unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum. Skipaður hefur verið samráðshópur um gerð strandsvæðisskipulags Vestfjarða sem í sitja fulltrúar ferðamálasamtaka, Samtaka atvinnulífsins, útivistarsamtaka og umhverfisverndarsamtaka. Nálgast má upplýsingar um ferlið við gerð skipulagsins á vefsíðunni www.hafskipulag.is og þar má jafnframt koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við vinnuna.

Skipulagið fer í auglýsingu snemmsumars og eru íbúar, hagsmunaaðilar og aðrir hvattir til að kynna sér skipulagið.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10