Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #43

Fundur haldinn í fjarfundi, 17. október 2022 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Framkvæmdir 2023

Farið yfir áherslur og tillögur hafna- og atvinnumálaráðs til fjárhagsáætlunar 2023.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsagnarbeiðni -breyting á afmörkun eldissvæðavið Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Krikjuból í Arnarfirði

Valdimar Bernódus Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Lagður fram tölvupóstur, dags. 13. September frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar vegna framkvæmdar Arnarlax um breytingu á afmörkun eldissvæða við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Kirkjuból í Arnarfirði.

Hafna- og atvinnumálaráð telur að nægjanlega sé gert grein fyrir framkvæmdinni í framlögðum gögnum framkvæmdaaðila og telur að framkvæmdin kalli ekki á gerð umhverfismats.

Valdimar Bernódus Ottósson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Mál nr. 10 um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Ósk um umsögn

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál. Í tillögunni er lagt til að stækka í áföngum félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild þess verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3%.

Hafna- og atvinnumálaráð vísar umsagnarbeiðninni áfram til bæjarráðs og leggur til að heildarhagsmunir sveitarfélagsins verði reiknaðir út við þessar breytingar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 183/2022, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlög og tengdir aðilar)". Áformað er að leggja til að komið verði á fót heildstæðu viðurlagakerfi vegna brota á helstu lögum á sviði fiskveiðistjórnar.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

5. Fundargerð 445 stjórnar Hafnasambands Íslands

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 445. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20