Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #47

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. mars 2023 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Strandgata 14A,C,D. umsókn um lóð og sameiningu.

Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 104. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Arnarlax, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal, þá er einnig sótt um að sameina lóðirnar við Strandgötu 10-12 sem fyrirtækið hefur á leigu. Sótt er um lóðirnar til byggingar á geymslu og starfsmannaaðstöðu fyrir eldissvæðin, fóðurgeymslu og aðra tengda starfsemi.

Lóðirnar eru allar skipulagðar sem iðnaðar- og athafnalóðir, stærðir eru eftirfarandi:

Strandgata 14A:885m2
Strandgata 14C:969m2
Strandgata 14D:1593m2

Sameinuð lóð yrði 7.073 m2.

Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið og lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að samþykkt verði að úthluta Strandgötu 14A og 14D til félagsins.

Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að ræða við Arnarlax um útfærslu húss og framtíðarskipulag um notkun lóðar.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Arnarlax við Patrekshöfn, umsókn um samþykki byggingaráforma.

Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 104. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Gunnlaugi B. Jónssyni f.h. Arnarlax ehf, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir breytingu á "Við Patrekshöfn", L140238. Áformað er að innrétta skrifstofur á þakhæð með tilheyrandi kvistum og útitröppum. Á neðri hæð verða innréttaðar 2 aðstöður fyrir sjódeildir en að öðru leyti verður hæðin nýtt fyrir fóðurgeymslu og geymslu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 28. febrúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti áformin fyrir sitt leyti og vísaði málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Vatneyrarbúð, Patreksfirði

Bæjarstjóri kynnti stöðu á framkvæmdum við Vatneyrarbúð sem og áform um nýtingu hússins.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Áhrif orkuskipta á hafnarsvæði, skýrsla

Lögð fram til kynningar skýrsla Bláma um áhrif orkuskipta á hafnarsvæðum á Vestfjörðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022

Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:13