Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #50

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. júní 2023 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Erindi frá Halldóri Árnasyni varaformanni Strandveiðifélagsins Króks varðandi skipulag á hafnasvæði.

Erindi frá Strandveiðifélaginu Krók, dags. 14. maí 2023. Í erindinu er lýst yfir áhyggjum af síminnkandi athafnasvæði hafnarinnar á Patreksfirði og velt upp hugmyndum að nýtingu hafnarsvæðisins.

Hafna- og atvinnumálaráð vill þakka fyrir vel ígrundaðar hugmyndir, margir góðir punktar eru í erindinu sem munu nýtast ráðinu við frekari skipulagsvinnu á hafnarsvæðinu. Ráðið tekur undir áhyggjur bréfritara varðandi takmarkað athafnasvæði hafnarinnar.

Ráðið felur Hafnarstjóra að gera þarfagreiningu á hvað þarf stórt athafnasvæði undir bátauppsátur við Patrekshöfn og hvar mögulegt væri að staðsetja það í grennd við höfnina.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Strandveiðikerfið - tillaga Strandveiðifélags Íslands

Lagður er fram tölvupóstur, dags. 26. maí 2023, þar sem bent er á leiðir til að gæta sanngirnis í strandveiðikerfinu.

Hafna- og atvinnumálaráð bókaði eftirfarandi um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða) á 46. fundi sínum þann 13. febrúar s.l.

"Hafna- og atvinnumálaráð leggst gegn breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða sem nú eru í umsagnarferli. Eðlileg krafa er að lögin og breytingar á þeim stuðli að jafnræði á milli svæða, tillagan eins og hún er sett fram mun ekki leiða til jöfnuðar á milli svæða heldur auka á óánægju og átök milli svæða líkt og innkomnar umsagnir gefa til kynna.

Hafna- og atvinnumálaráð hvetur ráðherra og atvinnuveganefnd til að fastsetja ákveðinn dagafjölda pr. mánuð fyrir hvern og einn bát. Heildarfjöldi daga gæti verið sá sami á öllum bátum á landinu en mismunandi pr. mánuð eftir landsvæðum."

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með bréfritara, tryggja þarf rekstraröryggi innan greinarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Olíudreifing Patrekshöfn - umsókn um stækkun lóðar.

Málið er í vinnslu og verður flýtt eins og kostur er.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Erindi til Skipulags- og umhverfisráðs varðandi sæstrengi og ósk um gögn.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 106. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 11. maí s.l.

Fyrir liggur erindi frá Sigurði Hreinssyni o.fl. dagsett 3. apríl 2023. Í erindinu er óskað eftir öllum þeim gögnum sem skipulags og umhverfisráð Vesturbyggðar hafði til hliðsjónar, þegar ákveðið var að setja inn tillögur Landsnets um lagnaleiðina yfir Arnarfjörð í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið:

„Skipulagsfulltrúi og sveitarfélagið átti fund með Landsneti þann 23. ágúst 2019 um strengleiðir og skipulagsfulltrúi mætti einnig á annan fund með Landsneti 12. október 2019 um styrkingu flutningskerfisins. Gögn frá Landsneti varðandi sæstreng voru afhent Vesturbyggð með tölvupósti 27. apríl 2021. Ljósleiðarar eru ekki sýndir á aðalskipulagsuppdrætti. Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfritara.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur með Ísafjarðarbæ, eigendum orku- og fjarskiptastrengja og fulltrúum Vesturbyggðar þar sem farið verði yfir legu strengja og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að stilla saman strengi.

Málinu vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs m.t.t. legu strengja, ankerislægja og nýtingu fjarðarins.“

Við vinnslu strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum gerði Vesturbyggð m.a. athugasemd varðandi legu strengja á firðinum ásamt öðrum athugasemdum, í athugasemdinni kom eftirfarandi fram:

„Í tillögunni skarast siglingaleiðir, ankerislægi og sæstrengir við Bíldudalsvog. Hér þarf að hliðra til og endurskoða legu sæstrengja. Landtaka á fyrirhuguðum streng Landnets þyrfti að vera yst á Haganesi.“

Í viðbrögðum svæðisráðs við athugasemdinni kemur eftirfarandi fram:

„Gerðar hafa verið breytingar á almennum ákvæðum nýtingarflokksins lagnir og vegir á þann veg að ekki er talin upp starfsemi sem er bönnuð á svæðinu en leita þarf umsagnar þeirra sem eiga strengi vegna starfsemi innan nýtingarflokksins lagnir og vegir, sjá nánar viðbrögð við athugasemd 46. Svæðisráð beinir því til sveitarfélagsins að eiga samráð við eigendur strengja á svæðinu vegna akkeristaða.“

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með skipulags- og umhverfisráði, nauðsynlegt er fyrir hagsmunaaðila að stilla saman strengi. Það verður að teljast óeðlilegt að sveitarfélagið þurfi að leita leyfis hjá eigendum sæstrengja til að heimila skipum að liggja við ankeri utan við voginn. Nær hefði verið að lágmarka áhrifasvæði sætrengjanna eins og kostur er með samnýtingu lagnaleiða og að leiða strengina landleiðina þar sem það er mögulegt, eins og lagt var til í athugasemdum við gerð Strandsvæðaskipulags Vestfjarða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.

Valdimar B. Ottósson og Tryggvi Bjarnason véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Grenndarkynningin var auglýst 2. júní með athugasemdafrest til 3. júlí, auglýsingatíminn var styttur þar sem umsagnir hagaðila bárust.

Breytingin gengur út á að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Samþykkt var á 48. fundi hafna- og atvinnumálaráðs þann 18. apríl 2023 að grenndarkynna breytinguna fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4 og Strandgötu 5, 6 og 7. Umsagnir bárust frá öllum aðilum.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með þeim athugasemdum er bárust er varðar eftirfarandi:

Framkvæmdaraðili skal tryggja að ekki sé hætta á að frárennsli frá vatnshreinsistöðinni renni yfir á lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins.

Framkvæmdaraðili skal girða af þann hluta lóðar er snýr að Kirkjutorgi með þéttri, snyrtilegri timburgirðingu til að milda sjónræn áhrif frá iðnaðarsvæðinu.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Valdimar B. Ottósson og Tryggvi Bjarnason komu aftur inn á fundinn.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Bíldudalshöfn. Nýtt vogarhús.

Erindi frá M11 arkitektum f.h. hafnasjóðs Vesturbyggðar dags. 12.maí 2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir nýju vogarhúsi á Bíldudalshöfn. Erindinu fylgja aðaluppdrættir dags. 12. maí 2023.

Samkvæmt áformunum er áætlað að byggja 31,2 m2 vogarhús úr timbri ofan á staðsteypt þjónustuhús á Bíldudalshöfn.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

7. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 453. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25