Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #51

Fundur haldinn í fjarfundi, 10. júlí 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Olíudreifing Patrekshöfn - umsókn um stækkun lóðar.

Erindi frá Olíudreifingu dags. 26.04.2023. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar sem félagið hefur við Patrekshöfn, L140240. Umbeðin stækkun nemur 731 m2, á stækkunarsvæðinu áformar félagið að koma fyrir tveimur heygðum geymum, hvorum um sig 100-250m3 ásamt nýjum áfyllingarpalli. Geymarnir eiga að anna framtíðareftirspurn eftir sjálfbæru eldsneyti, eins og t.d. metanóli.

Erindinu fylgir afstöðu- og grunnmynd.

Hafna- og atvinnumálaráð frestaði afgreiðslu málsins á 49. fundi sínum þann 9.maí 2023.

Á 41. fundi ráðsins voru samþykkt áform Skeljungs um að koma upp eldsneytisafgreiðslu við norður-horn lóðar Olíudreifingar við Patrekshöfn, stöðin er ætluð fyrir stærri ökutæki. Umbeðin lóðarstækkun Olíudreifingar skerðir aðkomu að stöðinni. Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að fleygur verði á norður-horni lóðar Olíudreifingar.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að stækkun lóðarinar verði samþykkt m.v. ofangreint. Ráðið vekur athygli umsækjenda á því að rafstrengir liggja um hluta svæðisins og þá er fráveita á vegum sveitarfélagsins einnig á hluta svæðisins. Breytingar á þessum kerfum verða á kostnað umsækjenda, þá þarf Olíudreifing einnig að standa straum af kostnaði við færslu á hluta bátauppsáturssvæðis sem þarf að flytja við stækkun lóðarinnar.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir ekki að svo stöddu keyrsluleið frá áfyllingarplani inn á syðsta hluta hafnarkants. Staðsetning heygðra tanka er háð breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

2. Lúsameðhöndlun hjá Arctic Fish í Arnarfirði og Patreksfirði sumar 2023

Lagt er fram bréf Elvars Steins Traustasonar, f.h. Arctic Sea Farmm, dags. 29. júní 2023, þar sem tilkynnt er um meðhöndlun gegn fiski- og laxalús í Arnarfirði og Patreksfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20