Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #127

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. október 2012 og hófst hann kl. 18:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Fjarðarlax varðar hafnarmál

Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.
Lagt fram erindi frá Fjarðalax.
Hafnarstjóra falið að svara Fjarðalax í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Deiliskipulag Patrekshöfn

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 12. júní til 31 júlí 2012.
Alls bárust þrjár athugasemdir við auglýst deiliskipulag og umsagnir bárust frá Húsafriðunarnefnd og Siglingastofnun.
Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Helgi Páll Pálmason og Sólveig Ásta Jóhannsdóttir, dags 5. júlí 2012.
Efni athugasemdar:
Aðkoma bifreiða að Aðalstræti 7 verði áfram um Túngötu að þ.e. ekið frá Þórsgötu að húsinu.
Viðbrögð við athugasemd:
Gerð hefur verið breyting á uppdrætti þar sem aðkoma er sýnd frá Þórsgötu að Aðalstræti 7. Teknir eru út byggingareitir fyrir bílskúra við Aðalstræti vegna garðveggs við Aðalstræti 5-9 sem eru settir undir hverfisvernd. Gerð er grein fyrir kvöð um aðkomu á uppdrætti og greinargerð.
Sigurður Viggósson fh. Odda hf, dags. 19. júlí 2012.
Efni athugasemdar:
Oddi hf óskar eftir stækkun byggingareits við fiskvinnsluhús félagsins við Patrekshöfn, bæði til vesturs, norðvesturs og austurs eins og mögulegt er.
Jafnframt er óskað eftir leigu lóða við fasteignir félagsins á hafnarsvæðinu, bæði við Eyrargötu og Oddagötu.
Viðbrögð við athugasemd:
Byggingarreitur Odda hf er stækkaður til vesturs, norðvesturs og austurs og fer að hluta til yfir bílastæði fyrir rekstaraðila sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Gert er ráð fyrir að bílastæði verði þar áfram þar til að stækkun byggingar verði að veruleika en stæðum mun fækka um 11. Lóðamörk verða einnig stækkuð.
Sæmundur Jóhannsson, dags 12. júlí 2012.
Efni athugasemdar:
Mótmælt er fyrirhuguðum byggingareit við Vatnskrók 1 og 2.
Viðbrögð við athugasemd:
Byggingarreitur er felldur út.
Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Húsafriðunarnefnd, dags. 6. júní 2012.
Efni umsagnar:
Húsafriðunarnefnd mælist til þess að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu verði tekið tillit mats á varðveislugildi húsa á hafnarsvæðinu, með hverfisvernd.
Einnig verði horft til varðveislugildi annarra þátta í umhverfinu, svo sem steyptu garðveggjanna við Aðalstræti.
Viðbrögð við umsögn:
Í greingerð og á uppdrætti er gerð grein fyrir hverfisvernd á hafnarsvæðinu í samræmi við húsakönnun sem lauk á árinu 2012. Sett er hverfisvernd á einar átta byggingar við Aðalstræti og á Vatneyri sem og á garðvegg við Aðalstræti 5-9.
Siglingastofnun, dags. 29. maí 2012.
Efni umsagnar:
Sjóvarnir: Merkingar á deiliskipulagsuppdrætti, "sjóvörn" (sjóvörn sem komin er) og "tillaga að sjóvörn", er í nokkru ósamræmi við túlkun Siglingastofnunar á sjóvörn sjá meðfylgjandi kafla um Patreksfjörð úr yfirlitsskýrslu Siglingastofnunar um sjóvarnir árið 2011. Sjóvörn er á um 140 m kafla í kverkinni vestan við Oddann og frá suðurenda hafskipabryggju að kverkinni austan Vélsmiðjunnar. Þessar varnir voru byggðar i nokkrum áföngum, síðasti 2004. Vesturbyggð hefur óskað eftir að tengja sjóvörn sem komin er sunnan á eyrinni við grjótvörn Vegagerðarinnar meðfram Strandgötu. Þar gæti við vissar aðstæður flætt sjór inn á eyrina. Styrking grjótvarnar á um 40 m kafla vestan a Oddanum er áætluð 2014 í tillögu til þingsályktunar a samgönguáætlun 2011 -2014. Oddinn telst ytra mannvirki Patrekshafnar og grjótvörn þar því hafnargerð. Frágangur fláa meðfram sjávarborði innan hafnar er að mati Siglingastofnunar ekki sjóvörn.
Hafnarmannvirki: í greinargerð, kafla 3, er talin ýmis starfssemi og búnaður við höfnina. Þar vantar að nefna upptökubraut fyrir smábáta sem gerð var 1997 og staðsett er við Þórsgötu nálægt Oddanum. Tillaga um trébryggju í kvosinni gegnt Þórsgötu 14 er ekki heppileg lausn til að skapa aukið viðlegupláss að mati Siglingastofnunar. Kanturinn nýtist ekki til fulls þar sem hann myndar kverk við innri hafnarbakka og aðkoma auk þess þröng vegna flotbryggju fyrir framan. Hugsanlega mætti koma þarna upp útivistaraðstöðu og almenningstorgi þó staðurinn virðist nokkuð aðkrepptur. Bent er á að koma mætti upp viðlegu fyrir minni báta, t.d. í Vatnskrók eða við garða sem eru fram í höfnina út frá Þórsgötu.
Flóðahætta: Í greinargerð er ekki nefnd hætta á sjávarflóðum á eyrinni en að mati Siglingastofnunar er rétt að hún sé höfð í huga og í skilmalum fyrir lóðir verði kveðið á um lágmarks gólfkóta. Aftakaflóðhæð er áætluð +2,6 m (bæjarkerfi) +0,5 m öryggishæð. Lagt er til að gólfkótar sáu ekki hafðir lægri en +3,2 m.
Viðbrögð við umsögn:
Umfjöllun í greinargerð varðandi sjóvarnir hefur verið breytt. Ekki er lengur sýnd tillaga að sjóvörn þar sem í umsögn kemur fram að sú vörn hafi verið fyrir hendi.
Bætt hefur verið við umfjöllun um upptöku í greinargerð og gert grein fyrir henni á skýringaruppdrætti. Bætt hefur verið við í greinargerð og á uppdrætti umfjöllun um nýja flotbryggju við garð sem liggur út frá Þórsgötu og greint frá því að trébryggja í kverkinni sé eingöngu ætluð til útivistar.
Bætt var við í greinargerð umfjöllun um sjávarflóð og sett inn í þá umfjöllun að gólfkótar séu ekki hafðir lægri en +3,2m.
Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á auglýstri tillögu eru ekki vegna formlegra athugasemda heldur óskir hagsmunaaðila á svæðinu um aukið byggingarmagn. Til að koma til móts við þær óskir voru gerðar eftirfarandi breytingar á greinargerð og uppdrætti.
- Stækkun lóðar og byggingarreits á iðnaðarlóð við Oddagötu.
- Stækkun lóðar og byggingarreits á Vatneyri þ.e. við núverandi Vöruafgreiðslu.
- Bætt er við núverandi flotbryggju við nyrsta garðinn sem gengur út frá Þórsgötu.
Tillagan tekin fyrir og byggingarfulltrúa falið að ganga frá tillögunni til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni samþykkt bæjarstjórnar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2013

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir Hafnir Vesturbyggðar 2013. Samþykkt aukaverkefni og fjárhagsáætlun vísað til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Drög að umgengnisreglum á hafnarsvæðum í Vesturbyggð

Farið yfir hafnarreglugerð Hafna Vesturbyggðar.
Hafnarstjóra falið að senda hagsmunaaðilum hafnarreglugerðina til upplýsingar.
Hafnarstjóra falið að senda áskorun til eigenda báta, muna og flutningatækja á landi sem eru í hirðuleysi á hafnarsvæði í samræmi við 8. gr. hafnareglugerðar Hafna Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Staðsetning á skilti við Patrekshöfn. Gjöf frá Slysavarnardeildinni Unni.

Rætt um staðsetningu skiltis við Patrekshöfn en skiltið er gjöf frá Slysavarnardeildinni Unni.
Hafnarstjórn þakkar Slysavarnardeildinni Unni fyrir höfðinglega gjöf.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Þekja verkfundur nr.27

Lögð fram fundargerð verkfundar nr. 27 vegna hafnarframkvæmda á Bíldudal.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00