Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Arnarfjarðar #9

Fundur haldinn í Muggsstofu, Bíldudal, 9. apríl 2025 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varaformaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag Hvestuvirkjunar - breyting

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar. Grenndarkynningin var auglýst 21. febrúar með athugasemdafrest til 21. mars 2025.
Breytingin gengur út á að afmörkuð er lóð í fjórum skikum að heildarstærð 6.870 m² sem fær nafnið Hvestuvirkjanir. Vegslóði á uppdrætti er uppfærður til núverandi horfs og safnskurðum hnikað til skv. núverandi legu þeirra. Innan lóðarskikanna eru steinsteyptar stíflur með yfirfalli, botnrás, inntaksþró auk stöðvarhúsa. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsögn liggur fyrir frá Minjastofnun sem gerði engar athugasemdir við breytinguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 9. fundi sínum að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn tekur undir ábendingar Minjastofnunar um að gæta fyllstu varúðar við framkvæmdirnar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Grenjavinnsla 2025

Óskað er umsagnar Heimastjórnar Arnarfjarðar á auglýsingu um grenjavinnslu fyrir árið 2025.
Jafnframt er óskað umsagnar á samningsformi, eins og notast hefur verið við, undanfarin ár.

Heimastjórn Arnarfjarðar gerir ekki athugasemdir við auglýsingu um grenjavinnslu eða við samningsformið. Yfirfara þarf dagsetningar í auglýsingu áður en hún er send til birtingar. Einnig þarf að athuga rétta staðsetningu áhaldahúss á Bíldudal í auglýsingunni.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tjaldsvæði á Bíldudal

Umræða um tjaldsvæði á Bíldudal með tilliti til tilhögunar í sumar.

Rætt um tjaldsvæði á Bíldudal, áform eru um að tjaldsvæði verði á opnu svæði við Skrímslasetrið en heimastjórn Arnarfjarðar leggur áherslu á að þar verði aldrei nema um tímabundna lausn að ræða sökum smæðar svæðisins. Þar sem vinna við deiliskipulag hefur ekki hafist eins og stóð til á síðasta ári leggur heimastjórn Arnarfjarðar til við Skipulags og framkvæmdaráð að frekar verði farið í grenndarkynningu á áformum um tjaldsvæði og að um tímabundna ráðstöfun til tveggja ára verði að ræða. Slík breyting kallar á óverulega breytingu á aðalskipulagi þar sem tjaldsvæði verði staðsett tímabundið.

Heimastjórn Arnarfjarðar leggur á það áherslu að framtíðarlausn á tjaldsvæðismálum á Bíldudal verði að finnast sem allra fyrst til að hægt verði að hefja framkvæmdir og koma nýju svæði í gagnið að loknum þessum tveimur árum.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Endurbætur í félagsmiðstöðvum

Upplýsingar um endurbætur í félagsmiðstöðinni Dímon á Bíldudal.

Unnið hefur verið að endurbótum í félagsmiðstöðinni Dímon, unnið hefur verið að málun og verið er að setja ný gólfefni á rýmið. Heimastjórn Arnarfjarðar fagnar því að loksins sjáist fyrir endann á endurbótum á félagsmiðstöðinni og vonar að félagsstarf verði með blóma í framhaldinu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur

Leyfi var veitt fyrir efnisskiptum vegna Bíldudalsskóla við Völuvöll og farið var yfir hvernig hefur til tekist með framkvæmdina.

Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur til þess að frágangur vegna jarðvegsskipta við Bíldudalsskóla við Völuvöll verði bættur og að fullnaðarfrágangi verði lokið sem fyrst.
Heimastjórn Arnarfjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við aðra umgengni á svæðinu og beinir þeim tilmælum til bæjarstjóra að farið verði í að fjarlægja brotajárn, gáma og aðra hluti sem ekki eiga heima á þessu svæði. Ástandið er ólíðandi og til skammar. Á svæðinu er ekki leyft að skilja eftir neinn úrgang af neinu tagi og þar á ekkert rusl að vera.

Heimastjórn Arnarfjarðar skorar á íbúa og fyrirtæki á Bíldudal að snyrta lóðir og svæði sem þau hafa til umráða og losa sig við bíla, lyftara og annan búnað sem ekki stendur til að nota.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Heimastjórnir, fundir með íbúum

Umræða um ábendingar af fundum heimastjórnar með íbúum á Bíldudal og áframhald þeirrar vinnu

Rætt um íbúafund á Bíldudal sem ráðgerður er þann 13. maí í Baldurshaga. Stefnt er að því að Ofanflóðasjóður kynni framkvæmd við ofanflóðaframkvæmdir á Bíldudal á fundinum.
Íbúafundurinn er hugsaður sem fyrsta formlega skrefið í vinnu heimastjórna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026. Heimastjórnin vinnur síðan áfram með þær ábendingar sem fram koma hjá íbúum og tillögur verða lagðar fram til bæjarstjórnar í vinnu við fjárhagsáætlun í haust.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

7. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur

Verkfundargerðir lagðar fram

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur til að fundargerðir frá verkfundum berist örar til að upplýsingaflæði um framkvæmdina til heimamanna sé sem best.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:18