Fundur haldinn í Baldurshaga, 13. ágúst 2025 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
- Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varaformaður
- Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Uppbyggingarverkefni í endurskoðun áfangastaðaáætlunar Vestfjarða
Lagt fram erindi frá Vestfjarðastofu annars vegar, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Vesturbyggð um uppbyggingarverkefni fyrir endurskoðaða áfangastaðaáætlun Vestfjarða, og menningar- og ferðamálafulltrúa hins vegar, þar sem óskað er eftir afstöðu heimastjórnar til verkefna á svæði hennar.
Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn fór yfir erindið og ræddi verkefni í Áfangastaðaáætlun Vestfjarða og mögulegar breytingar á verkefnum vegna endurskoðunar á áætluninni.
Valgerður vék af fundi.
2. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.
Tillögur og áherslur heimastjórnar fyrir fjárhagsáætlun 2026-2029
Áherslur heimastjórnar fyrir fjárhagsáætlun 2026 - 2029 ræddar og verða lagðar fram á næsta fundi til samþykktar.
3. Tímasetning funda heimastjórna
Breyttur fundarstaður heimastjórnar meðan skólastarf er í Muggsstofu og breyttur fundartími.
Heimastjórn samþykkir nýjan fundarstað sem verður Baldurshagi meðan skólastarfsemi verður í Muggsstofu. Fundartími verður kl. 15.30 þar til annað verður ákveðið.
Samþykkt samhljóða.
Til kynningar
4. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur
Verkfundargerðir 15. og 16. vegna Bíldudalsskóla
Fundargerðir 15 - 21 lagðar fram til kynningar.
Heimastjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að allar innréttingar, húsbúnaður og annað sem þarf að nota í húsnæðinu verði tilbúið og komið á staðinn þegar húsnæðið er tilbúið þannig að það valdi ekki töfum á starfsemi skólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Þórkatla Ólafsdóttir boðaði forföll og Gunnþórunn Bender sat fundinn í hennar stað.