Fundur haldinn í Baldurshaga, 10. september 2025 og hófst hann kl. 15:30
Nefndarmenn
- Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Facon frá Bíldudal heiðraðir
Jakob Frímann Magnússon fyrir hönd hóps íslenskra tónlistarmanna, óskar eftir heimild til að mega heiðra hljómsveitina Facon frá Bíldudal með uppsetningu koparskjaldar á félagsheimilið Baldurshaga á Bíldudal.
Heimastjórn Arnarfjarðar tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að framkvæmdin verði unnin í samstarfi við sveitarfélagið.
Samþykkt samhljóða.
Til kynningar
3. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur
Fundargerðir 21-22 vegna Bíldudalsskóla
Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn Arnarfjarðar ítrekar bókun frá síðasta fundi um að allar innréttingar, húsbúnaður og annað sem þarf að nota í húsnæðinu verði tilbúið þegar húsnæðið er tilbúið og óskar eftir svörum um þá stöðu sem er í málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:47
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.