Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Arnarfjarðar #15

Fundur haldinn í Baldurshaga, 4. desember 2025 og hófst hann kl. 15:30

Nefndarmenn
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
  • Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Jón Þórðarson boðaði forföll og Tryggvi B. Bjarnason annar varamaður sat fundinn í hans stað. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll og Gunnþórunn Bender varamaður sat fundinn í hennar stað.

Almenn erindi

1. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Dufansdalur-Efri 140436 - Flokkur 1

Erindi frá Þórarni K. Ólafssyni, dags 25. september 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir geymsluhúsnæði við Dufansdal Efri, L140436. Geymsluhúsnæðið er 151m2 stálgrindarhús. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Faglausn ehf, dags. 30.júní 2025. Svæðið er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 15. fundi sínum sem haldinn var 26. nóvember 2025 að áformin yrðu samþykkt og málsmeðferð verði skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir áformin og að málsmeðferð verði skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Langahlíð 5 - Umfangsflokkur 2

Tekin fyrir umsókn Jens K. Bernharðssonar f.h. Láru Þorkelsdóttur, dagsett 23. október 2025. Umsóknin fjallar um viðbyggingu við Lönguhlíð 5 á Bíldudal. Sótt er um að byggja við neðri hæð og rými undir svölum verði nýtt. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Jens K. Bernharðssyni, dags. 22. október 2025.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 15. fundi sínum sem haldinn var 26. nóvember 2025 að áformin verði samþykkt og málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 og grenndarkynnt verði fyrir eigendum Lönguhlíðar 3, 4, 6, 7 og 8.

Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir áformin og að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 og grenndarkynnt verði fyrir eigendum Lönguhlíðar 3, 4, 6, 7 og 8.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Skipan nýs aðalmanns samkvæmt niðurstöðum kosninga í stað Valdimars B. Ottóssonar sem hefur óskað lausnar frá störfum í heimastjórn Arnarfjarðar. Bæjarstjórn skipar Jón Þórðarson sem aðalmann í heimastjórn Arnarfjarðar og Tryggva Baldur Bjarnason sem annan varamann í samræmi við niðurstöður kosninga.

Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn Arnarfjarðar býður þá Jón Þórðarson og Tryggva B. Bjarnason velkomna til starfa.

Málsnúmer17

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:46