Fundur haldinn í Baldurshaga, 4. desember 2025 og hófst hann kl. 15:30
Nefndarmenn
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
- Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
- Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Dufansdalur-Efri 140436 - Flokkur 1
Erindi frá Þórarni K. Ólafssyni, dags 25. september 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir geymsluhúsnæði við Dufansdal Efri, L140436. Geymsluhúsnæðið er 151m2 stálgrindarhús. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Faglausn ehf, dags. 30.júní 2025. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 15. fundi sínum sem haldinn var 26. nóvember 2025 að áformin yrðu samþykkt og málsmeðferð verði skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir áformin og að málsmeðferð verði skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Samþykkt samhljóða.
2. Langahlíð 5 - Umfangsflokkur 2
Tekin fyrir umsókn Jens K. Bernharðssonar f.h. Láru Þorkelsdóttur, dagsett 23. október 2025. Umsóknin fjallar um viðbyggingu við Lönguhlíð 5 á Bíldudal. Sótt er um að byggja við neðri hæð og rými undir svölum verði nýtt. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Jens K. Bernharðssyni, dags. 22. október 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 15. fundi sínum sem haldinn var 26. nóvember 2025 að áformin verði samþykkt og málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 og grenndarkynnt verði fyrir eigendum Lönguhlíðar 3, 4, 6, 7 og 8.
Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir áformin og að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 og grenndarkynnt verði fyrir eigendum Lönguhlíðar 3, 4, 6, 7 og 8.
Samþykkt samhljóða
Til kynningar
3. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir
Skipan nýs aðalmanns samkvæmt niðurstöðum kosninga í stað Valdimars B. Ottóssonar sem hefur óskað lausnar frá störfum í heimastjórn Arnarfjarðar. Bæjarstjórn skipar Jón Þórðarson sem aðalmann í heimastjórn Arnarfjarðar og Tryggva Baldur Bjarnason sem annan varamann í samræmi við niðurstöður kosninga.
Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn Arnarfjarðar býður þá Jón Þórðarson og Tryggva B. Bjarnason velkomna til starfa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:46
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Jón Þórðarson boðaði forföll og Tryggvi B. Bjarnason annar varamaður sat fundinn í hans stað. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll og Gunnþórunn Bender varamaður sat fundinn í hennar stað.