Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps #14

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 22. janúar 2026 og hófst hann kl. 14:30

Nefndarmenn
  • Þórður Sveinsson (ÞS) varamaður
  • Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Edda Kristín Einarsdóttir boðaði forföll og Þórður Sveinsson, fyrsti varamaður sat fundinn í hennar stað.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.

Samþykkt fjárhagsáætlun 2026 - 2029 lögð fram til kynningar

Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri, sat fundinn undir þessum lið og fór yfir afgreidda fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2026-2029 og þau verkefni sem farið verður í á árinu á Barðaströnd.

Málsnúmer26

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samgönguáætlun 2026-2040

Samgönguáætlun 2026 - 2040 tillaga til þingsályktunar

Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps leggur mikla áherslu á að á veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði verði gripið til sérstakra aðgerða til að verjast ofanflóðum og grjóthruni líkt og er ráðgert í drögum að samgönguáætlun á öðrum vegaköflum þar sem slík hætta er fyrir hendi. Nauðsynlegt er að finna framtíðarlausn til að tryggja öryggi á þessari leið þar sem á Raknadalshlíð er hætta á grjóthruni allt árið um kring og er ásamt Kleifaheiði farartálmi vegna snjóflóðahættu að vetri til. Skólabörn á Barðaströnd fara þessa leið alla skóladaga auk annarrar umferðar og því er gríðarlega mikilvægt að öryggi vegfarenda sem fara um Raknadalshlíð sé tryggt með öllum ráðum. Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps tekur þannig undir bókun heimastjórnar Patreksfjarðar frá 16. fundi hennar 07.01.2026 varðandi veginn um Raknadalshlíð í Patreksfirði.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar Vesturbyggðar að leggja þunga áherslu á nauðsyn þess að bæta öryggi vegfarenda um Raknadalshlíð sem allra fyrst og koma þeirri áherslu inn í drög að samgönguáætlun.

Heimastjórn tekur undir bókun bæjarstjórnar frá 19. fundi þann 11.12.2025 þar sem því er fagnað að Suðurfjarðagöng, göng undir Mikladal og Hálfdán, séu meðal forgangsverkefna í drögum að samgönguáætlun. Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps bendir þó á að vegur um Kleifaheiði er ekki síður farartálmi stóran hluta ársins og um þann veg fer stór hluti umferðar inn og út af sunnanverðum Vestfjörðum. Tenging við Barðaströnd er því mikilvæg fyrir flesta íbúa svæðisins og flutninga inn og út af svæðinu.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að beita sér fyrir því að jarðgöng undir Kleifaheiði verði sett á lista yfir jarðgöng til síðari skoðunar í drögum að samgönguáætlun. Einnig má benda á möguleika á jarðgöngum undir Fossheiði milli Barðastrandar og Arnarfjarðar.

Heimastjórn bendir á að vegur um Kleifaheiði liggur í um 400 m hæð og á köflum er þar snjóflóðahætta. Um þennan veg er skólabörnum af Barðaströnd ekið í skóla til Patreksfjarðar að vetri til og því nauðsynlegt að tryggja öruggar samgöngur þar sem allra best. Heimastjórn telur að umferðaröryggi og greiðar samgöngur um Kleifaheiði verði best tryggðar með jarðgöngum sem nauðsynlegt er að koma inn í samgönguáætlun sem allra fyrst.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps leggur einnig áherslu á nauðsyn þess að auka fjármagn til Hafnarbótasjóðs til að unnt sé að standa straum af þeim mikla viðhaldskostnaði sem hafnir landsins standa frammi fyrir. Vesturbyggð rekur fjórar hafnir auk þess sem heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps hefur lagt áherslu á nauðsyn þess að hafnaraðstaða í Örlygshöfn verði lagfærð og ljóst er að viðhaldskostnaður hjá Höfnum Vesturbyggðar er mikill. Það er því nauðsynlegt að tryggja fjármagn til Hafnarbótasjóðs til að styðja við uppbyggingu og framkvæmdir í höfnum Vesturbyggðar þar sem þörfin er brýn.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2025

Umsókn Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir uppbyggingu áningarstaðar og salernisaðstöðu í Flókatóftum lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fundargerðir 2025 Breiðafjarðarnefndar

Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar, fundir 234,235, 236,237 og 238

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Breiðafjarðarnefnd - Niðurstöður úr rannsókn um framandi tegundir og dultegundir á Breiðafirði

Niðurstöður úr rannsókn um framandi tegundir og dultegundir á Breiðafirði

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:35