Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. maí 2025 og hófst hann kl. 13:00
Nefndarmenn
- Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Sigurjón Páll Hauksson (SPH) varamaður
Starfsmenn
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Ljósleiðari Patreksfirði, ósk um framkvæmdaleyfi.
Tekin fyrir umsókn Mílu hf, dagsett 1. mars 2025. Í umsókninni er óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara innan þéttbýlisins á Patreksfirði. Með umsókninni fylgja teikningar sem sýna lagnaleiðir innan þéttbýlisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Patreksfjarðar á 10. fundi sínum að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmdinni. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.
Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir framkvæmdaleyfi til Mílu vegna lagningar ljósleiðara og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmdinni. Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða.
2. Umsókn um jarðhitaleit á Patreksfirði - OV
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 28.mars 2025. Í erindinu er sótt um leyfi til að bora eina vinnsluholu og þrjár rannsóknarholur undir Geirseyrarmúla á Patreksfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við Heimastjórn Patreksfjarðar á 10. fundi sínum að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.
Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir umsókn OV um leyfi til að bora vinnsluholu og þrjár rannsóknarholur og að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.
Heimastjórn Patreksfjarðar leggur mikla áherslu á að allur frágangur og umgengni við verkefnið verði í góðu lagi. Einnig hvetur heimastjórn Patreksfjarðar OV til að girða af vinnusvæði.
Samþykkt samhljóða.
3. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sigtún 4 - Flokkur 2
Erindi frá Margréti Brynjólfsdóttur, dags. 30.mars 2025. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir breytingu á bílskúr í íbúð og breytingum á innra skipulagi í Sigtúni 4, Patreksfirði. Einnig er sótt um að auka fjölda bílastæða á lóð og koma fyrir rafhleðslustöð. Heildarfjöldi bílastæða á lóð verða 4 eftir breytingu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hólmfríði Jónsdóttur, dags. 9.febrúar 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Patreksfjarðar á 10. fundi sínum að breyting á bílskúr og fjölgun bílastæða verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sigtúns 1 og 6.
Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir umsókn um breytingu á bílskúr og fjölgun bílastæða við Sigtún 4 og að framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sigtúns 1 og 6.
Samþykkt samhljóða.
4. Heimastjórnir, fundir með íbúum
Úrvinnsla úr ábendingum og málefnum frá íbúafundi og kaffispjalli heimastjórnar.
Heimastjórn Patreksfjarðar þakkar íbúum fyrir sýndan áhuga og góðar umræður og ábendingar á kaffispjalli og á íbúafundi. Unnið verður úr þessum ábendingum á næstu fundum og þeim komið í farveg.
Til kynningar
5. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir
Nýr fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn Patreksfjarðar, Jenný Lára Magnadóttir var skipuð á 11. fundi bæjarstjórnar í stað Tryggva B. Bjarnasonar sem látið hefur af störfum í bæjarstjórn. Jafnframt var á sama fundi skipaður nýr varamaður, Friðbjörg Matthíasdóttir.
Fulltrúar í heimastjórn Patreksfjarðar bjóða Jenný Láru Magnadóttur velkomna sem aðalfulltrúa í heimastjórnina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:55
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Gunnar Sean Eggertsson varaformaður stýrði fundi í fjarveru Rebekku Hilmarsdóttur formanns.
Rebekka Hilmarsdóttir boðaði forföll og Sigurjón Páll Hauksson fyrsti varamaður sat fundinn í hennar stað.