Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. september 2025 og hófst hann kl. 13:00
Nefndarmenn
- Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Skautasvell á Friðþjófstorgi
Erindi frá áhugahópi um breytingar á Friðþjófstorgi til að auka notkun á torginu með fjölbreyttari afþreyingu
Áhugahópur um uppsetningu á skautasvelli á Friðþjófstorgi sendi inn tillögu til heimastjórnar Patreksfjarðar um að óska eftir samstarfi við Vesturbyggð við framkvæmdina.
Heimastjórn Patreksfjarðar tekur vel í erindið og vísar því áfram til bæjarráðs Vesturbyggðar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Til kynningar
3. Stekkagil Geirseyrargil Bráðavarnir í farvegi
Útboð bráðavarna eftirstöðvar. Verkið sem óskað er tilboða í felur í sér endurmótun og rofvörn farvegar neðan Stekkagils á Patreksfirði. Verkið felst í lagfæringu hleðsla rofvarnar, lagningu ræsa, færslu lagna, frágang gatna og lagna, framkvæmdasvæðis og efnishauga.
Tilboðsfrestur
2.9.2025 12:00
Opnun tilboða
2.9.2025 13:00
Lagt fram til kynningar
4. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir
Bæjarráð hefur skipað Jón Árnason sem varamann í heimastjórn Patreksfjarðar í stað Sveins J. Þórðarsonar sem hefur flutt frá Vesturbyggð, í samræmi við niðurstöður kosninga 2024.
Lagt fram til kynningar
Heimastjórn Patreksfjarðar býður Jón velkominn til starfa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:34
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.