Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #13

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. september 2025 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varaformaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Almenn erindi

1. Skautasvell á Friðþjófstorgi

Erindi frá áhugahópi um breytingar á Friðþjófstorgi til að auka notkun á torginu með fjölbreyttari afþreyingu

Áhugahópur um uppsetningu á skautasvelli á Friðþjófstorgi sendi inn tillögu til heimastjórnar Patreksfjarðar um að óska eftir samstarfi við Vesturbyggð við framkvæmdina.

Heimastjórn Patreksfjarðar tekur vel í erindið og vísar því áfram til bæjarráðs Vesturbyggðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.

Tillögur heimastjórnar Patreksfjarðar til fjárhagsáætlunargerðar 2026-2029

Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir helstu áherslur varðandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026-2029 og vísar þeim til bæjarstjórnar til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer17

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Stekkagil Geirseyrargil Bráðavarnir í farvegi

Útboð bráðavarna eftirstöðvar. Verkið sem óskað er tilboða í felur í sér endurmótun og rofvörn farvegar neðan Stekkagils á Patreksfirði. Verkið felst í lagfæringu hleðsla rofvarnar, lagningu ræsa, færslu lagna, frágang gatna og lagna, framkvæmdasvæðis og efnishauga.
Tilboðsfrestur
2.9.2025 12:00
Opnun tilboða
2.9.2025 13:00

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Bæjarráð hefur skipað Jón Árnason sem varamann í heimastjórn Patreksfjarðar í stað Sveins J. Þórðarsonar sem hefur flutt frá Vesturbyggð, í samræmi við niðurstöður kosninga 2024.

Lagt fram til kynningar

Heimastjórn Patreksfjarðar býður Jón velkominn til starfa.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:34